Halloween Horror Show is baaaack!!!

1
851

Halloween nálgast okkur óðfluga og það þýðir aðeins eitt!!

Halloween Horror Show verður sett á svið aftur í Háskólabíó núna í október og skrímslin vakna í aðdraganda þess!!

42367833_275213489780050_9053910494418567168_n

Eva Ruza og Tinna rífa fram make up burstana..eða ok, Tinna rífur fram burstana og mundar þá í mitt fagra fés og tortímir Evu Ruzu á no time. Við þessar aðgerðir vakna til lífsins verur sem enginnvill mæta í myrkri!

42423099_255465648484516_3047121400629297152_n

Nýjasta verk okkar systra var Trukkamonsterið ógurlega og ég get sagt ykkur það að við vorum næstum búnar að gera í buxurnar af hræðslu í okkar eigin tökum! Ég meina það!

42381555_547430642371441_4241153241271762944_n

Trukkamonsterið var fyrsta skrímslið af nokkrum sem vaknaði upp, til þess eins að koma skilaboðunum um hræðilegasta Rokksjó sögunnar áfram.

41295306_1757920070988572_5439883063171481600_o.jpg

Halloween Horror Show verður sett upp í Háskólabíó þann 26. og 27 október og fram koma Greta Salome, Magni, Birgitta Haukdal, Dagur Sigurðsson, Ólafur Egill, Stebbi Jak, ásamt bakröddum og Karlakór Fóstbræðra. Í fyrra varð uppselt á viðburðina báða þannig að ef ykkur langar í alvöru Halloween partý, þá mundi ég hafa hraðar hendur og næla í miða á tix.is. Einnig fer showið norður á Akureyri ,þannig að norðlendingar eiga von á veislunni alla leið þangað.

Einnig verður í fyrsta sinn haldið Halloween Horror Show fyrir börnin, þann 28 október, og verður ,,grikk eða gott” þema í gangi.

42334809_341933499882103_9012506678972645376_n

Fyrir showið er haldinn HRÆÆÆÐILEGUR fordrykkur í Háskólabíó þar sem ýmsar hrikalegar verur verða á vappi um svæðið! Í fyrra mættu ca.80% tónleikagesta í búningum og vonandi verður engin breyting á núna í ár! Ég get líka sagt ykkur það að það verður eitt stykki hrikaleg Eva Ruza sem mun taka á móti ykkur um leið og þið gangið inn……so be prepared people!

Ef við zippum okkur yfir í Trukkamonsterið aftur, að þá var þetta skrímsli nr.6 hjá okkur systrum, en í undirbúningi fyrir Halloween Horror Show í fyrra, gerðum við 5 stykki, hver öðrum hræðilegri! Daaaaayuuum við byrjum vel í ár líka get ég sagt ykkur! Næsta skrímsli er strax komið í bígerð og þið viljið ekki missa af því þegar það mætir á snappið evaruza (og yfirleitt behind the scene á snappinu stinnasmink)

Stay tuned for more kids!!! The beast is awake and coming for yahhh!!

XoXo

1 COMMENT

  1. Autolike International, ZFN Liker, Increase Likes, Autolike, autoliker, auto like, Autoliker, Working Auto Liker, Photo Liker, Auto Liker, Status Liker, Status Auto Liker, Auto Like, auto liker, Photo Auto Liker, Autoliker, autolike

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here