Í ljósi nýjustu fregna af elsku Kim okkar og Kanye þá held ég að málið sé að renna yfir öll þau hjónabönd sem hafa endað með skilnaði í þessari uppáhalds fjölskyldu minni. Og þá er ég ekki að tala um vinaskilnaði (Jordyn, Larsa og fleiri), sem hafa verið þónokkrir undanfarið, heldur ástarskilnaði.
Uppspretta fjölskyldunnar voru without a doubt, Kris Jenner og Robert Kardashian. Þau kynntust ung, en Kris var einungis 18 ára gömul. Í júlí 1978 giftu þau sig, en eftir að Kris hélt framhja Robert, með Todd Waterman, fóru þau í sitthvora áttina og skildu í mars árið 1991.
Þau voru samt alla tíð bestu vinir eftir skilnaðinn og héldu fallegu sambandi, eins og dætur þeirra hafa einnig gert í sínum skilnuðum. Kris hefur alltaf sagt að framhjáhaldið sé hennar mesta eftirsjá í lífinu. Robert lést úr krabbameini árið 2003.
Kim Kardasian hefur alltaf verið hopelessly romantic og 19 ára gömul kynntist hún tónlistarframleiðandanum Damon Thomas. Þau giftu sig árið 2000, og hefur Kim viðurkennt í þáttunum KUWTK að hún hafi verið undir áhrifum fíkniefna þegar hún giftist honum. Það hjónaband stóð stutt yfir , en Damon sótti um skilnað árið 2003.
Kim var ekki hætt að gifta sig, en undarlegasta samband sem hún hefur átt í verður að teljast hafa verið við körfuboltaleikmanninn Kris Humphries. Þau giftu sig eftir stutt samband í ágúst 2011 og var brúðkaupið sýnt í tveggja þátta seríu á sjónvarpsstöðinni E!.
Eftir einungis 72 daga hjónaband sótti Kim um skilnað. Og ég man þegar ég horfði á þáttinn þar sem Kim ræddi við Kris , mömmu sína, í bíl um að þetta hefðu verið mistök. Svipurinn á Kris var ,, Here we go again”. Kris Hump var hrikalega leiðinleg týpa og stanslaust að tala niður til minnar konu, og því fagnaði ég vel þegar hún sótti um skilnað. Skilnaðurinn fór í gegn og Kimmie var single once again.
Third time is the charm…eða hvað. Kim og Kanye kynntust fyrst árið 2002 og hafa sögur alltaf sagt að Kanye hafi verið dáleiddur af Kim frá þvi hann sá hana fyrst. En þau voru bæði í samböndum á þeim tíma og urðu ekki almennilega vinir fyrr en árið 2008. Eftir skilnaðinn við Kris Humphries árið 2011 gerðust hlutirnir hratt hjá þeim.
Kanye sagði í þættinum ,,Kokctails with Khloé” að það þegar Kim var á leiðinni að giftast Kris, hafi hann reynt að gera sitt til að stoppa það. Sendi hennir myndir af körfuboltaleikmönnum sem eitt sinn hefðu verið geggjað góðir í boltanum, en voru svo með allt niðrum sig þegar þeir urðu eldri. Segist hann hafa sagt við Kim: ,,This is your future”
Ok LOL Kanye!!
Árið 2012 var Kanye með tónleika i Atlantic City, þegar hann stöðvaði tónlistina og hrópaði í mækinn : ,,Stop the music and make some noise for my baby mama”- North littla fæddist í júní 2013.
Árið 2014 giftu þau sig á Ítalíu í guðdómlegri athöfn með sitt nánasta fólk viðstatt .
Síðan þá hafa þau eignast 3 börn í viðbót.
Það var svo í janúar á þessu ári sem fregnir bárust af því að Kim væri byrjuð að undirbúa skilnað eftir erfitt ár 2020. Enn hefur engin staðfesting komið um það frá herbúðum þeirra, en Kim setti upp hringinn í vikunni, eftir að hafa verið án hans í nokkrar vikur.
Ég er enginn aðdáandi þess að fólk skilji og vona þessvegna að þau nái saman á ný og finni hvort annað. Kanye greyið glímir við andleg veikindi og ég vona hans vegna að hann fái þá hjálp sem hann þarf.
Kris og Caitlyn Jenner.
Kris og Caitlyn, áður Bruce, gengu upp að altarinu í apríl 1991, mánuði eftir að Kris skildi við Robert- og já þetta gerist allt svo hratt hjá þeim þarna í Holly!
Kendall fæddist árið 1995 og stærsta instagram stjarna heims í dag, Kylie Jenner fæddist árið 1997 . Það var svo í október árið 2013 sem Kris og Caitlyn tilkynntu um skilnað sinn og Caitlyn fór í kynleiðréttingarferli í kjölfarið eins og frægt er orðið. Hafa þær náð að halda ágætis vinskap eftir nokkur erfið ár eftir skilnaðinn og ferlið sem Caitlyn fór í. Opinberlega hafa mæðgurnar allar stutt við bakið á Caitlyn, en viðurkennt á sama tíma að það hafi tekið á.
Khloé og Lamar Odom eru enn eitt hjónabandið innan fjölskyldunnar sem var ,,kviss ,bamm,boom” Þau giftu sig einum mánuði eftir að þau kynntust og var hjónaband þeirra stormasamt vegna eiturlyfjanotkunar Lamars og framhjáhalda. Khloé sótti um skilnað árið 2013 og þau voru á barmi þess að fá skilnaðinn genginn í gegn árið 2015 þegar Lamar fannst nærri dauða en lífi á vændishúsi.
Khloé dró pappírana tilbaka og hjúkraði honum uns hann komst á fætur aftur. Skilnaðurinn gekk svo í gegn í desember 2016.
Að sjáflsögðu hafa sambandslitin verið fleiri á meðal systkinanna, og má til dæmis nefna Scott og Kourtney, Travis og Kylie, Rob og Chyna svo eitthvað sé nefnt. Ég gæti í raun skrifað heila ritgerð um ástir og örlög þessara fjölskyldumeðlima sem ná alltaf að draga mig að skjánum og miðlunum, og hleypa mér langt að sér.
Þær systur mega eiga það að þær halda góðum samböndum við barnsfeður sín og leggja mikið upp úr því að halda vináttu við þá.
Ég krossa svo fingur að hvernig sem þetta fer með Kim og Kanye, að þau nái að halda fallegu sambandi.
Þið finnið mig á instagram my beautiful people og alla virka daga á K100 með daglega stjörnupistla!