Sam Smith hent út af stefnumótaappi!

0
3507

Sam Smith sagði Andy Cohen frá því að  hann væri enn að leita að ástinni og að það væri asskoti erfitt á Covid tímum. Hann er víst búinn að prófa öll stefnumótaröppin sem eru í boði . Hann sagði einnig að hann hafi lent í smá bobba með appið ,,Hinge“. Appið henti honum víst útaf síðunni- því þeir héldu að hann væri að þykjast vera Sam Smith .

,,Hinge“ appið var fljótt að bregðast við sögunni og sendu frá sér skilaboð til Samma á  Twitter og grátbáðu að gefa sér annan séns. Þau vilja hjálpa honum að finna ástina og lofuðu að henda honum ekki á gaddinn aftur!

Ekki veit ég hvað Sam ákvað að gera- en eiga ekki flestir skilið annan séns?