*ÞESSI FÆRSLA OG TENERIFE FERÐ VAR Í SAMSTARFI MEÐ ÚRVAL ÚTSÝN*
Það fór ekki framhjá neinum sem fylgist með mér á samfélagsmiðlunum snapchat og instagram: evaruza, að ég er nýlent heima eftir dásamlega viku á Tenerife. Í þessa ferð fór ég í, í samstarfi með Úrval Útsýn, en ég hóf samstarf með þeim í sumar.
Ég tætti yfir hafið á litlu eyjuna Tene, með fjölskylduna í eftirdragi…eða reyndar hefðu börnin getað hlaupið langt á undan, svo spennt voru þau. Við Siggi ákváðum að láta þau alls ekki vita af þessari ferð, heldur ákváðum við að vekja þau bara um morguninn. Heppnaðist fullkomlega og þetta var alveg geggjuð hugmynd að framkvæma get ég sagt ykkur. Þvílíki tryllingsspenningurinn sem greip þessa 10 ára gorma þegar þau áttuðu sig.
Við gistum á hótelinu La Pinta sem er í Hovima hótelkeðjunni. Hótelið er svokallað íbúðarhótel og hentar því fjölskyldum mjög vel. Þetta hótel er hugsað sem fjölskylduhótel og var allt gert upp fyrir 3 árum síðan.
Þá voru herbergin tekin í gegn, matsalurinn, sundlaugin- matseðillinn og bara allur pakkinn. Herbergin eru fallega innréttuð og ekta spænsk. Hægt er að velja um að vera í all inclusive pakka, eða ekki. Í raun hægt að velja um allt og ekkert.
Það eru 4 tegundir af herberjum á hótelinu.
Svokölluð family room eru sérstaklega hönnuð fyrir fólk með lítil börn. Hafa herbergin annaðhvort aðgang beint út að sundlaug- með læstu hliði af veröndinni, eða í áttina frá sundlauginni. Þau sem snúa ekki að sundlauginni snúa að grasi á bakvið sem er í meiri skugga, afgirt svæði og er einungis ætlað fólkinu sem er í þeim herbergjum.
Superior room og Comfort room eru mjög svipuð, en superior herbergin eru öll með útsýni yfir sundlaugin og ströndina. Flestir velja sér superior room (var mér sagt)
Svo er hægt að velja um Excellence herbergi og svo lúxus excellence fyrir þá sem vilja það allra besta. Við vorum í excellence herbergi sem var með 2 svefnherbergjum, stofu og eldhúsi. Svalirnar voru tvöfaldar með 2 sólbekkjum ásamt borði og stólum.
La Pinta er staðsett alveg við La Pinta ströndina með útsýni yfir á eyjuna Lagomera. La Pinta er mjög stolt af svokölluðu ,,Ocean Project”, en hafið sem er beint fyrir framan hótelið er dýpsta sjávarsvæðið í kringum Tenerife. Þar eru hvalir og höfrungar staðsettir og hafa jet ski og önnur hávær vatnasport verið færð í burtu frá því svæði til að sjávarlífið fái frið. ÞAu leggja sitt af mörkum við að vernda hafið og ber hótelið þess merki.
Risa stórt listaverk prýðir langan vegg, með fullt af fiskum, og heyrist þegar gengið er framhjá honum sjávarhljóð og höfrungahljóð. Ótrúlega magnað.
Á hótelinu eru starfræktir 3 klúbbar. Baby club, mini club og maxi club. Klúbbarnir byrja dagskánna sína kl 11 á morgnanna til kl 13 og svo aftur milli 15 og 17. Á kvöldinn er svo diskótek. Ég gef þeim svo mikil meðmæli. Allir sem störfuðu í kringum barnaklúbbana eru ótrúlega jákvætt og skemmtilegt fólk og bar maður mikið traust til þeirra og ábyrgðina sem þau höfðu- að vera með börnunum manns. Mín börn tóku þeim opnum örmum og tóku þátt í nánast flestu sem var í boði, og við Siggi tókum þátt í mörgu.
Baby klúbburinn er hugsaður fyrir fólk með yngstu börnin , 6 mánaða – 3 ára, mini klúbburinn fyrir börn 4- 8 ára , og svo er það maxi klúbburinn sem býður krökkum og fullorðnum upp á afþreyingu . Það sem okkur fannst svo geggjað við þessa klúbba var fólkið í kringum þá. Get ekki hrósað þeim nógu mikið.
Eigum við eitthvað að ræða matinn á þessu hóteli??? Ég. Hef. Aldrei. Vitað. Annað. Eins!!!!! Ég verð mjög fljótt leið á mat á hótelum en þetta var eitthvað next level. ÞAð var aldrei sami maturinn á kvöldin, s.s mismunandi matseðlar hvert kvöld.
Hádegismaturinn er einnig hlaðborð og er borinn fram á litlum veitingastað með útsýni yfir ströndina og hafið. Það var ótúlega notalegt að sitja úti á veröndinni horfa á fólkið á ströndinni , pálmatrén og borða. Ein að mínum uppáhaldsstundum.
Ég fékk þónokkrar spurningar meðan ég var úti hvernig aðstæður væru fyrir hjólastóla. Þær eru mjög góðar. Ég sá a.m.k 2 menn í hjólastól þessa viku sem við vorum. Það eru lyftur milli hæða og svo eru rampar útum allt.
La Pinta er á frábærri staðsetningu að mínu mati. Mjög miðsvæðis. Það var ca. 35 mín ganga að amerísku ströndinni þar sem er alltaf mikið húllumhæ í gangi. Taxi er um 5 mínútur að keyra yfir og kostaði um 8 evuru frá hótelinu, en á heimleið um 5 evrur(styttri leið sem þeir komast í bakaleiðinni).
Við tókum taxann yfirleitt að kokteilstaðnum Papagayo (sem er geggjað flottur og skemmtilega staðsettur) og röltum þaðan yfir. á ,,laugaveginn” Fyrir áhugasama að þá er Adidas búð og Footlocker ( mjög lítil samt) beint á móti Papagayo.
La Pinta ströndin liggur við hliðina á Fanabe ströndinni sem er einnig gaman að rölta. Fyrir McDonaldssjúka að þá er einn staður í ca 4 mínútna göngufjarlægð á Fanabe ströndinni.
Siam Park átti einn dag af þessari viku okkar þarna úti og þetta er einn rosalegasti vatnagarður sem ég hef farið í- og hef ég farið í fjölmarga. Hann er ótrúlega fallegur og gríðarlega metnaðarfullur. Við þurftum ekkert á ,,fast pass” að halda á þessum árstíma, en vorum með svoleiðis þegar við fórum síðast á sumartíma (high season). Brautirnar þarna eru svo hrikalegar í orðsins fyllstu merkingu. Ég var með hjartað í buxunum nánast allan tímann af hræðslu, en grenjaði svo af hlátri um leið og ég kom niður. Alveg klikkaður.
Siam Park opnaði fyrst árið 1980 í Taílandi og er elsti vatnagarður í Asíu Tenerife fékk leyfi til að opna sambærilegan garð og prýðir hann sama útliti og sá taílenski. Prinsessan í Taílandi opnaði Siam Park á Tenerife og var garðurinn valinn besti vatnagarður í Evrópu árið 2018- ásamt mörgum öðrum verðlaunum. Mæli sjúklega með!!
Við skelltum okkur einnig í köfun og ég hélt að ég myndi deyja úr hræðslu rétt áður en við fórum á kaf.
Hinsvegar voru umsjónarmenn köfunarinnar algjörlega með þetta og náði sá sem fór með mér niður á einhvern ótrúlegan hátt að róa tryllingshræðsluna sem var í hjartanu á mér.
Heimurinn sem opnaðist neðansjávar var stórkostlegur og órúlegt að fara úr ölduganginum sem var uppi, niður í friðinn alla fiskana. Mögnuð upplifun.
Reyndar varð ég svo svakalega sjóveik þegar ég kom uppá yfirborðið aftur að ég ældi öllum morgunmatnum í sjóinn.
Stuttu seinna kom Siggi minn uppúr og saman eignuðumst við fallega fjölskyldustund- hangandi framan af bátnum, bæði ælandi. Krökkunum fannst þetta reyndar alveg geðveikt fyndið, að mamma og pabbi væru ælandi sjóveik.
Þessi vika í sólinni var algjörlega geggjuð í alla staði,og það sem mér fannst standa upp úr á La Pinta var ofboðsleg varkárni með ofnæmi. Sonur minn er með bráðaofnæmi fyrir hnetum og mikið eggjaofnæmi.
Við upphaf komunar fengum við skírteini (eftir að hafa sagt frá ofnæminu) þar sem stóðu á spænsku ofnæmisupplýsingar, og í hverjum matartíma var gengið með okkur í gegnum matsalinn og sagt okkur hvað hann mætti borða og hvað ekki. Ég hef aldrei upplifað svona öryggistilfinningu gagnvart ofnæminu nema heima hjá mér. Einnig var bökuð sér súkkulaðikaka fyrir hann sem hann bað um í desert á kvöldin ef honum langaði í. Bókstaflega allt gert til að láta honum finnast hann ekki útundan og til að gleðja hann. Því það getur verið asskoti leiðinlegt að vera strákurinn sem má ekki fá neitt sem er spennó á matseðlinum. Skírteinið var ég svo bara með í töskunni hvert sem við fórum (utan hótelsins ) og flaggaði því í alla sem skildu ekki hvað ég sagði.
Ég skoðaði einnig tvö önnur hótel meðan á dvölinni stóð. Hovima Costa Adeje (****) sem er einungis fyrir fullorðna, og svo Hovima Jardinn Caleta (***). Þið getið skoðað þau hótel, ásamt La Pinta í highlights hjá mér á instagram.
Flugið heim var notalegt, en við sátum í Saga Class sætum- ekki með saga þjónustunni. En það er s.s. hægt að kaupa þau sæti (aukakostnaður) án þess að fá þjónustuna. Alveg hreint geggjað á löngu flugi.
Allar upplýsingar um verð og fleira fáið því svo hjá samtstarfsaðilum mínum hjá Úrval Útsýn. Mín upplifun af La Pinta var fullkomin og uppfyllti allar mínar væntingar og meira til. Mæli 1000% með dvölinni þar!
-Mjög lifandi highlights á gramminu fyrir áhugasama
D- vítamín kveðja á ykkur kids!
*Þessi færsla og ferð var í samstarfi við Úrval Útsýn.