Vá, atburðarrásin heldur áfram að tvinnast og stækka í kringum konungsfjölskylduna í Bretlandi.
Nýjustu fréttir eru þær að Meghan hefur nú yfirgefið Bretland og er farin aftur til Kanada þar sem Archie litli er. Harry og Meghan skildu hann eftir í umsjá barnfóstru og bestu vinkonu Meghan á meðan þau skruppu yfir til UK.
Húsið þeirra í Kanada
Það mun pottþétt ekki líða á löngu þar til Harry fylgir á eftir henni. Eins og ég sagði í síðasta pistli að þá voru Harry og Meghan löngu búin að gefa frá sér þessi merki um hvað koma skildi.
Hinsvegar er talið að það sem varð til þess að þau drifu í þessu núna- er þessi mynd.
Þarna sjáum við drottninguna og framtíðar kóngana, en Harry hefur aldrei átt tilkall til konungstitils. Spekingar vilja meina að þarna hafi komið það sem Harry þurfti til að taka skrefið. Hann hafi hvort sem er aldrei farið neitt mikið lengra innan konungsfjölskyldunnar. Spekingurinn ég er hinsvegar ekki viss um að hann hafi einhvern tíman viljað verða konungur, því hann hefur átt virkilega erfitt með þetta allt eftir að Díana dó.
Hann sagði t.d í viðtali fyrir ekki svo löngu síðan að draumur hans væri að hverfa aðeins í fjöldann, því þá ætti hann auðveldara með að vernda konuna sína og barn- ,,so history wont repeat itself.”
Allir vilja kenna Meghan um. Þetta er að sjálfsögðu allt henni að kenna, hún breytti Harry, það er henni að kenna að það er stirt á milli þeirra bræðra og.s.frv. Ég held að þetta sé mesta bullshit í heimi.
Ég held að með tilkomu Meghan hafi Harry minn loksins fundið tilgang sinn í lífinu. Hann uppgötvaði hvert hann vildi stefna og hvernig hann vildi lifa sínu lífi.
Piers Morgan virðist taka þetta mál einstaklega nærri sér:
,,Indeed, if I were Her Majesty the Queen, I would unceremoniously strip Harry and Meghan of all their titles with immediate effect and despatch them back into civilian life.
These two deluded clowns announced yesterday they were quitting life as senior royals.”
Það að hann tali um Meghan og Harry sem trúða fyrir að vilja breyta lífi sínu , lét mig missa svo mikið álit á honum. Að sjálfsögðu má fólk hafa sínar skoðanir.
Piers heldur áfram og talar um að drottningin hafi gefið þeim allt í heiminum og í raun sé allt líf þeirra henni að þakka, og það sé með ólíkindum að þau ætli að drulla svona yfir Elísabetu með þessum gjörðum sínum.
ÞEGIÐU NÚ EINU SINNI PIERS. Jesús minn hvað svona týpur þreyta mig mikið.
We’ve got to respect their wishes 🤷♂️ #Megxit pic.twitter.com/mb936VcqRd
— Madame Tussauds London (@MadameTussauds) January 9, 2020
Madame Tussauds safnið hefur fært Harry og Meghan frá konungsfjölskyldunni á safninu en segir að sjálfsögðu að þau muni ekki hverfa af safninu, því þau eru mjög vinsælar vaxmyndir. Þau bíði nú átekta hvað taki við hjá Harry og Meghan og muni í kjölfarið koma þeim fyrir á viðeigandi stað og umhverfi.
Ég held að ég hafi aldrei haldið jafn mikið með neinum í lífinu eins og ég held með Harry og Meghan.
Dear Harry,Darling Harry.We have watched you grow from a little boy, who adored his mother, his brother and his…
Posted by Stacey Thomas on Thursday, January 9, 2020