Spennuþrungið andrúmsloft bræðranna

0
3523

Prinsarnir tveir í Bretlandi hittust á ný í Westminster Abbey á svokölluðum Commonwealth Day, sem er alltaf haldin annan mánudag í mars á hverju ári. Það má segja að andrúmsloftið hafi verið þrungið spennu milli Harry og Williams, og miðað við myndbandið sem er nú á netinu, að þá virðast þeir veita hvor öðrum litla athygli.

Mér finnst eins og Meghan reyni að segja þrisvar sinnum hæ við Willa og Kötu. Afhverju faðmaði Willi ekki Meghan? Meghan og Harry komu á undan William og Kate á staðinn og voru þau leidd í sín sæti. Stuttu seinna mættu William og Kate á staðinn.

Sérfræðingar í líkamstjáningu hafa að sjálfsögðu lesið í allt hjá Harry og William, og segja þeir að augljós spenna hafi verið á milli þeirra bræðra og eiginkvenna þeirra. Harry hafi virst eiga frekar erfitt þennan dag og það hafi í raun ekki verið fyrr en í lok athafnarinnar sem hann hafi náð að taka sig saman í andlitinu.

Þetta var í fyrsta sinn sem prinsarnir hittast síðan í nóvember og var þetta jafnframt síðasta konunglega skyldan sem Harry framkvæmir áður en hann stígur til hliðar þann 31 mars næstkomandi.

Eins og allir vita fluttu Harry og Meghan til Kanada á vit nýrra ævintýra , fjarri konungshöllinni og öllum þeim skyldum sem Harry hefur alist upp við.

Samkvæmt heimildarmönnum, eru bræðurnir farnir að tala meira saman núna eftir að ákvörðun Harry og Meghan var orðin ljós, og vonast þeirra nánasta fólk til að þeir, synir Díönu prinsessu, muni einn daginn verða nánir á ný. Ég ætla ekki að lesa of mikið í þetta óþægilega myndband- þó að það segi meira en mörg orð.

Kannski eru strákarnir bara alveg over it og fréttamiðlar að oflesa í þetta allt og búa til fyrirsagnir. Ég vona það. Það breytir því samt ekki að Meghan er voða einmannalega þar sem hún situr skælbrosandi og heilsar- og virðist ekki fá feedback tilbaka…