Ó Lyon, Lyon!

0
4192

Á milli þess sem ég hendi hér inn fréttum af frægum, þá gef ég mér það bessaleyfi að deila með ykkur þegar ég stekk i skemmtiferðir erlendis!!

Ég er búin að ætla lengi að setjast niður og skrifa um hina stórkostlegu Lyon ferð sem ég fór í ásamt mínum bestu vinkonum í byrjun september.

Við fórum að sjálfsögðu á vegum Gaman Ferða í þessa ferð, en ég hef verið í dásamlegu samstarfi með þeim í að verða 2 ár og það kom að sjálfsögðu ekki annað til greina en að hafa samband við þau. Við vildum skemmtilega borg, smá sumarhita í byrjun haustsins, gott að borða, drekka og hótel sem væri vel staðsett. Ég sendi þeim þessar stóru kröfur sem við höfðum til þessara ferðar og þau voru ekki lengi að henda á mig hugmyndum tilbaka og því sem þau mæltu með fyrir okkur.

Fyrir valinu varð borgin Lyon í Frakklandi sem er þekkt fyrir að vera mekka matarins, en vinur minn sem er kokkur sagði mér að Lyon væri staðurinn sem öllum kokkum langar heimsækja þvi þar sé svo gott að borða. Og ég get sagt ykkur það að við urðum ekki fyrir vonbrigðum.

Við flugum af stað á föstudagsmorgni, eeeeeeeldsnemma. Ég sverða, það var eiginlega bara nótt í mínum bókum. Sem þýðir að við lentum líka snemma í Lyon, eða fyrir hádegi. Frá flugvellinum í Lyon tókum við taxa og kostaði hann um 50-55 evrur að hótelinu okkar sem var nálægt miðbænum, Radisson Blue Hotel.

Hótelið er staðsett á 33.hæð, og já, þið eruð að heyra rétt. Það byrjar uppi á 33. hæð og útsýnið frá öllum herbergjum er gjörsamlega tryllt.

Að horfa útum gluggana var bara rugl!! Hótelbarinn og veitingastaðurinn var með sama útsýni því byggingin sjalf er kringlótt þannig að öll herbergin eru með útsýni yfir alla Lyon. Herbergin sjálf voru falleg, og madre mia hvað þau voru hrein og snyrtileg eins og hótelið allt.

Frá hótelinu vorum við ca. 15 mín að labba niður í bæ, en við gerðum það ca. 2var sinnum…ég meina kommon. Húsmæðraorlofið var tekið með trompi get ég sagt ykkur- þannig að við pöntuðum bara Uber …ALLT SEM VIÐ FÓRUM! Mæli með að sækja Uber appið sama hvert þið farið í heiminum því það er miklu ódýrara en að fara með taxa.

Við skelltum okkur í rafmagnshjólatúr á laugardeginum með hjólafyrirtæki sem heitir Lyon Bike Tours. Kostaði um 48 evrur og innifalið í því var 2gja tíma túr um hina stórkostlegu Lyon sem endaði með að við lögðum hjólunum, löbbuðu þröngar göturnar þangað til við komum að pínulitlum stað þar sem í boði var rauðvín, hvítvín, pulsur, ostar og kökur voru.

Leiðsögumennirnir fylgdu okkur alla leið og voru með allt til enda og ég verð að mæla 1000% með þessum túr!

Við hjóluðum t.d í gegnum geggjaðan almenningsgarð og inni í honum var dýragarður með gíröffum , zebrahestum og fleiri dýrum- og það besta er að það er frítt í dýragarðinn!

Um kvöldið fórum við að alveg trylltan rooftop stað með útsýni yfir alla Lyon! ÞEssi staður er með eina Michelin stjörnu en er alls ekki dýr.

Staðurinn heitir La Terrasse de l´Antiquille. Mæli með að taka jakka með ef þið eruð að fara seint um kvöld til að setja yfir axlirnar (en okkur varð samt ekki kalt). Fallegur, þjónustan tipp topp og maturinn algjört sælgæti!!!

Við þefuðum svo uppi minnsta skemmistað Lyon, eftir að hafa rammvillst. Við vorum pottþétt EKKI staddar í skemmtistaðahverfinu, en við létum það ekki stoppa okkur og breyttum þessum litla bar í skemmtistað með dansgólfi, vorum með DJ-inn í vasanum og dönsuðum langt fram á nótt.

Á sunnudeginum skelltum við okku í klukkutima siglingu, sem hefði pottþétt verið geggjuð ef við hefðum verið búnar að sofa aðeins um nóttina , LOL!!! En mæli alveg með því samt. Svo röltum við bara um Lyon og nutum þess að vera allar saman og ástfangnar vinkonur  í 30 stiga hita. Og þegar ég segi ástfangnar, þá meina ég það innilega, því vinkonuástin sem grípur mann þegar maður fer í svoa notalega ferð er gjörsamlega geggjuð!!

Á sunnudagskvöldinu fórum við á GEGGJAÐAN indverskan stað , Indego, sem var pínulítill og guðdómlega fallegur !

Hann var staðsettur rétt hjá hótelinu þannig að við droppuðum ubernum og löbbuðum þessari 5 mínútur sem google map sagði okkur að fara. Það var reyndar eitt ógeðslega fyndið við þennan stað. Hann var s.s splunkunýr, svo nýr að hann var ekki kominn með vínveitingaleyfi. En indverjinn sem var að þjóna okkur sagði okkur bara að hlaupa yfir götuna og kaupa vínflöskur þar og koma með yfir- spurði okkur svo rosa kurteis hvort okkur væri sama að geyma flöskurnar undir borði svo eftirlitið sæji þær ekki ef þeir kæmu á svæðið!!!!

Hef ekki vitað það betra, en ég mæli sjúklega mikið með þessum stað. Maturinn alveg sjúkur og við pöntuðum alveg rooooosa mikið af mat- og borgðuðum um 20 evrur á mann sem er ekki neitt miðað við magnið og gæðin!

Heimferðardagurinn rann svo upp á mánudeginum og ég hef sjaldan verið jafn lítið tilbúin að fara heim!

Vinir mínir frá Gaman Ferðum eru svo sannarlega ferðaskrifstofa sem þið viljið ferðast með. Hvort sem það er borgarferð, sólarlandaferð, golfferð, skíðaferð- U name it. They have it all!!!

*Þessi færsla er unnin í samstarfi með Gaman Ferðum, en ég hef ferðast á þeirra vegum í þó nokkur skipti og fært fólki borgirnar og ferðirnar beint í æð í gegnum samfélagsmiðlana þeirra.