Colton kemur af fjöllum!

0
3192

Fréttir bárust á föstudaginn að Cassie Randolph væri búin að sækja um nálgunarbann á Colton, fyrrum kærasta sinn. Cassie og Colton kynntust í Bachelor búbblunni sem við mjög mörg elskum svo heitt, en eins og oft gerist hjá þessum pörum- þá entist ekki ástin.

Samkvæmt TMZ ásakar Cassie Colton um að hafa komið fyrir staðsetningartæki í skotti í bíl Cassie, ásamt því að senda henni nafnlaus skilaboð í tíma og ótíma. Á hann einnig að hafa sent sjálfum sér álíka skilaboð til að láta líta út fyrir að verið væri að áreita hann líka.

Nú hafa heimildarmenn úr innsta hring Coltons komið fram og sagt að hann hafi algjörlega komið af fjöllum þegar fréttirnar bárust á föstudaginn, og að hann sé búinn að vera í Colorado í heilan mánuð og hvergi getað komið nálægt staðsetningartækinu sem hann er ásakaður um að hafa komið fyrir í skottinu á bíl Cassie.

Cassie segist hinsvegar hafa sannanir fyrir því að hún sé að segja sannleikann og ég iða í skinninu að fá að sjá eða heyra meira um þessar sannanir.

Heimildarmaðurinn hefur einnig sagt að Colton hafi algjörlega verið yfir sig hrifinn af Cassie, en augljóst hafi verið allan tímann að hún bar ekki sömu tilfinningar til hans. Ég meina, það var augljóst þegar við horfðum á þáttaröðina hans að Cassie var þarna fyrir eitthvað allt annað en Colton. EInnig er haft eftir  heimildarmanninum að það hafi verið Cassie sem hafi ýtt á Colton að senda út sameiginlega yfirlýsingu því hún hafi óttast að missa fylgi sitt á instagram.

Shocked Season 23 GIF by The Bachelor | Bachelor, Gif, Colton underwood

Cassie segir einnig að Colton hafi ásakað hana fyrir að vera að sambandi við fyrrum kærasta sinn á meðan hún var með Colton- en hún kynntist honum einnig í raunveruleikaþætti.

Dómari hefur ekki tekið málið til umfjöllunar en við fáum væntanlega alla söguna beint í æð ef ég þekki þessa Bachelor vini mína rétt.