Allt að verða loco í Bachelorette heiminum

0
2868

Eins og fyrirsögnin segir að þá er allt að verða VITLAUST í heimi piparjúnkunnar Clare Crawley.

Clare tók s.s við kyndlinum af Hönnu B. og var ógeðslega spennt. Loksins yrði hún the leading lady eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir í gegnum tíðina í hinum ýmsu útgáfum af Piparsveininum. Clare var peppuð, spennt, tilbúin að finna ástina- og þá mætti Covid af fullum þunga og tökur frestuðust.

Clare beið af sér storminn og hófust tökur fyrir ekki svo löngu síðan eftir að allir keppendur, tökufólk og aðrir aðilar sem koma að þættinum kláruðu sóttkví.

Þættirnir eru teknir upp í fyrsta skipti á öðrum stað en the Bachelor Mansion og því fyrirfram vitað að allt vibe í kringum þættina væru aðeins öðruvísi í ljósi Covid.

Hinsvegar grunaði engum að vibe-ið yrði svona dramatískt. Að 12 dögum eftir að tökur hæfust myndi Clare lýsa því yfir að hún vildi hætta- því hún væri búin að finna ástina.

Please-stop-o.gif GIF | Gfycat

Ok stoppum aðeins my lady!! HA??? Ertu bara handviss um að þú sért búin að finna ástina á 12 dögum? Sko, nákvæmlega þetta er ástæða fyrir því að ég ELSKA Bachelor/Bachelorette þættina. Gjörsamlega steiktasta líf í heimi og ég frigging lovva það! Ég ætla ekki að gefa upp meira um þessa ást, en fólk getur gúgglað hvaða maður það er sem Clare er viss um að hún muni elska til dauðadags.

Tayshia Adams Addresses 'Bachelorette' Rumors (Exclusive)

Sagan segir, slúðrið segir, að engin önnur er Tayshia Adams sé í sóttkví á hóteli og að síminn hafi verið tekinn af henni í gær, föstudag. (Símar og önnur snjalltæki eru tekin af keppendum). Ég var btw að vona að hún yrði upphaflega valin þannig að ég krossa putta.

RealitySteve (@RealitySteve) | Twitter

Reality Steve hefur staðfest að gæjarnir sem voru potential keppendur í þættina, en voru hinsvegar ekki valdir í fyrsta þátt, hefðu verið kallaðir inn aftur. Hann veit ekki ástæðuna fyrir því, en þessi fregn staðfestir að vissu leyti orðróminn um að eitthvað sér í gangi hjá Clare.

Ekkert hefur verið staðfest af ABC, sem er framleiðandi þáttanna. En ég óska þess heitt og mikið af öllu hjarta að þetta sé allt saman rétt.

BOOM! RB Terrell "Smoke" Brown commits (Update: Signed) - Cougar ...

Where there is smoke there is fire gott fólk.

Ég þarf á smá svona heilalausu drama að halda.

Reality Steve segir að það geti alls ekki staðist að Clare hætti. Samningurinn sem aðalkeppendurnir gera fyrir þættina eru margslungnir og mætti segja að ABC sé tryggt í drasl fyrir uppákomum sem þessum. Clare þyrfti að borga gríðarlega háa fjárhæð  ef henni myndi detta í hug að hætta. Ég trúi því hinsvegr líka alveg big time að þetta sé að gerast. Clare er kona sem lætur alls ekki segja sér hvað hún á að gera.

Það er samt nokkuð ljóst að eitthvað er í gangi- eitthvað stærra en vanalega og ég bíð spennt eftir að heyra meira!

Will keep ya posted!

Ertu búin með nýjasta Hollywood þáttinn? Hann er dottinn inn á grammið!

Previous articleGlee bölvunin?
Next articleÞað kom að þessu
Eiginkona, mamma, Hollywood Expert (heimatilbúinn titill) skemmtikraftur, blómskreytir, bloggari & áhrifavaldur. Mun láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar hér inni....og mun einbeita mér að lífi fræga fólksins sem staðsett er um allan heim!! Hollywood here we come!