LET´S SPICE IT UP!!!

0
4724
*Þessa færsla er unnin í samstarfi með Gaman Ferðum!

Embrace yourself.

Eva á gelgjuskeiðinu er mætt á svæðið!

Draumur lífs míns rættist í gær. Og þá meina ég draumur hinnar 13 ára Evu Ruzu, sem elskaði engann meira en Spice Girls þegar þær voru á hátindi ferilsins. Draumurinn um að one day myndu Kryddpíurnar slíðra sverðin og henda sér í tónleikaferð. Ég viðurkenni að þetta var draumur sem ég var ekki viss um að myndi rætast.

But dreams do come true!!

Í gær tilkynntu Kryddpíurnar að þær væru back in business og að í byrjun næsta sumars myndu þær mæta eins og stormsveipar upp á sviðið aftur. Victoria Beckham mun hinsvegar ekki stíga á svið með þeim. Sú ákvörðun hjá Victoriu kemur mér ekki á óvart þar sem hún er að gera miklu stærri hluti en hinar í dag. Victora er í dag mikilsvirtur fatahönnuður og er bara miklu stærra nafn en hinar fjórar.

BUT FUCK DAT!!!! Spice Girls eru on! Skiptir kannski ekkert höfuðmáli þar se

m Victoria söng svo lítið og var ekki jafn fyrirferðamikil á sviði. ELSKA HANA VICKY SAMT MJÖG HEITT!

En snúum okkur þá að sögu Spice Girls. Hverjar eru þessar píur og hvernig var leið þeirra á toppinn.

Hljómsveitin Spice Girls var stofnuð árið 1994 (þá var ég 11 ára) og starfaði samfleytt til ársins 2001. Sveitina skipuðu fimm ungar stúlkur sem höfðu ekki hugmynd um hvað biði þeirra.

Emma Bunton, kölluð Baby Spice („Barnakryddið“)

Geri Halliwell, kölluð Ginger Spice („Rauða kryddið“)

Melanie Brown, kölluð Mel B eða Scary Spice

Melanie Chisholm, kölluð Mel C eða Sporty Spice

Victoria Beckham, kölluð Posh Spice

Það voru bræðurnir Chris og Bob Herbert sem ákváðu að búa til stúlknaband sem átti að  vera svar við hljómsveitunum Take That og og East 17 sem voru að gera allt vitlaust um heiminn. Henda smá girl power út í loftið. Þeir héldu opnar áheyrnaprufur í byrjun febrúar árið 1994. Stúlkurnar mættu og skipuðu sveitin Touch (glatað nafn).

Eftir mikið vesen og óánægju með þá Herbert bræður skildu stúlkurnar við þá (þeir hljóta að hafa nagað sig í handarbakið) og leið ekki á löngu þar til þær vöktu athygli Simons nokkurs Fuller. Hann gerðist umboðsmaður þeirra og undir hans leiðsögn skrifuðu þær undir samning við Virgin Records. Sveitin fék svo nafnið Spice Girls, en upphaflega átti það að vera Spice. Á þessum tíma var hinsvegar rappari sem kallaði sig Spice og bættu þessvegna stelpurnar Girls við.

Það var svo í júlí áríð 1996 sem lagið Wannabe fór í loftið og ALLT VARÐ GJÖRSAMLEGA BILAÐ! Stelpurnar áttu hvern hittarann á fætur öðrum og lögðu heiminn að fótum sér. Þær hirtu hver verðlaunin á fætur öðru , gerðu bíómynd (sem var hrikaleg) og hvar sem þær komu tók fólk eftir þeim, enda litrikir karakterar. Þær unnu sleitulaust saman til ársins 1998 þegar Geri Halliwell tilkynnti óvænt að hún væri hætt í hljómsveitinni. Mikil sorg greip um sig hjá aðdáendum sveitarinnar og óttuðust margir að þetta væri dauðadómur fyrir bandið. Ástæður brotthvarfs Geri úr sveitinni voru sagðar vegna mikils ágreinings við Mel B. Þær tvær eru örugglega ekkert lamb að leika sér við.

Hljómsveitin hélt samt sem áður ótrauð áfram allt til ársins 2001 þegar þær lögðu míkrófónana á hilluna. Victoria eignaðist sitt fyrsta barn með David Beckham og aðstæður þeirra allra breyttust. Allt í einu voru þær orðnar fullorðnar og tilbúnar að gera eitthvað annað.

ÁRið 2012 komu þær allar saman í einu geggjaðasta opnunaratriði sem ég hef séð á Ólympíuleikunum og gáfu mér von. Vonina að kannski one day mundi ég sjá þær live.

Og kids that shit is about to go down!!

EVA RUZA ER Á LEIÐINNI Á WEMBLEY LEIKVANGINN Í BYRJUN JÚNÍ TIL AÐ BERJA ÞÆR AUGUM – Á VEGUM GAMAN FERÐA!!!

Vinir mínir hjá Gaman Ferðum verða að sjálfsögðu með pakka í boði með hóteli, flugi ásamt miðum á tónleikana. Pakkinn fer í sölur seinna í þessari viku, en þið getið verið alveg róleg sem fylgið mér á samfélagsmiðlunum Snapchat og instagram:  evaruza , en ég mun að sjálfsögðu koma með tilkynningu þegar allt er klárt og salan hefst.

Ég hef farið á nokkra tónleika á vegum Gaman Ferða og ég get lofað ykkur því að tónleikamiðarnir eru alltaf á besta stað! Þau eru legit best í bransanum!!

Afsakið orðbragðið fyrirfram

EN DJÖFULS VEISLA!!!!!!!!

Lífið er núna, lífið er til að lifa því og lífið er Spice Girls hjá mér næstu mánuði get ég sagt ykkur. Pray for Siggi and his Visacard, því nú fer Eva Ruza á stjá að stocka sig upp af merch! Ég er að tala um jakka, boli og allan fjandann sem ég finn!!!

Ég held að enginn geri sér grein fyrir æsingnum sem er búinn að hreiðra um sig í hjartanu mínu.

Ég tek enga ábyrgð á sjálfri mér á snapp og insta næstu mánuði. Hver veit nema tónlistarmyndband líti dagsins ljós…eins og gerðist fyrir Bruno Mars tónleikana?

Og guð almáttugur!!! Svo eru Harry og Meghan að eignast barn líka á þessum tíma!! Ég get grátið úr gleði yfir því líka!

Spice Girls frigging kveðja á ykkur kids!!!