Það kom að þessu

0
3365
NEW YORK, NY - AUGUST 07: Becca Kufrin and Garrett Yrigoyen discuss "The Bachelorette" season finale with the Build Series at Build Studio on August 7, 2018 in New York City. (Photo by Roy Rochlin/Getty Images)

Já ég er sjóðandi heit yfir þessu máli.

Becca og Garrett hafa ákveðið að enda ástarsamband sitt eftir að hafa átt undir högg að sækja síðustu mánuði eftir að Garrett skeit upp á bak samfélagsmiðlum.

Þau kynntust í þáttaröðinni Bachelorette og voru ÓGEÐSLEGA SÆT saman. Ég vil taka það fram að ég veit í rauninni ekkert hvernig týpa Garrett er, því hann heldur sig frekar mikið til hlés á samfélagsmiðlum. Hann er alveg gaurinn sem ég myndi gleyma að hefði verið í Bach heiminum ef Becca hefði ekki valið hann- einfaldlega vegna þess að hann er ekki mikið að hafa sig frammi í línu slúðursins.

View this post on Instagram

This kind of day is berry much my jam.

A post shared by Garrett Yrigoyen (@gy_yrigoyen) on

E! fréttamiðillinn greindi frá sambandsslitunum í nótt og stuttu eftir að fréttir bárust þá eyddi Garrett út af instgram, highlights sem var tileinkaður Beccu. WOW!

Becca og Garrett fluttu til Kaliforníu á síðasta ári en eru víst flutt í sundur núna. Garrett hefur oftar en einu sinni lent í hakkavél samfélagsmiðlana fyrir sterkar skoðanir á hinum ýmsu málum. Mér hefur fundist Becca vera með allt niðrum sig að tækla þetta public.

Hún eyddi heilum þætti í podcastinu hennar og Rachel, ,,Bachelor Happy Hour” ,að verja Garrett en svo í næsta þætti baðst hún afsökunar á því og mér fannst hún svolítið sveiflast með því hvað Rachel sagði.

Ég varð nett brjáluð að hlusta á seinni þáttinn því mér fannst Becca leyfa Rachel svolítið að hafa áhrif á það hvernig hún sæji sitt eigið samband.

Aldrei í lífinu myndi ég leyfa einhverjum að drulla yfir minn mann án þess að reyna að verja hann.

En svo fór ég líka að hugsa. Kannski er Garrett algjör hálfviti. Hvað vitum við um það. Ekki neitt. Við vitum ekkert hvort að Garrett sé svo bara inni á heimilinu þeirra að segjast styðja lögguna í Black live matter hreyfingunni, sé á móti samkynhneigðum og blaaa. Kannski er hann sú týpa og við vitum ekkert um það- einfaldlega vegna þess að hann er svo lítið í sviðsljósinu.

Kannski gafst Becca bara upp á endanum, kannski lét Rachel hana sjá ljósið í þessu öllu loksins…eða kannski er Becca að láta álit annarra stýra sér. Hvað finnst ykkur?

Hvað veit ég? LOL. Ég er hér til að færa ykkur fréttirnar og allar djúpu pælingarnar um Hollyheiminn okkar allra.

Ef þið misstuð af live útsendingunni sem var á þriðjudaginn á instagram, þá er þátturinn hér fyrir neðan. Ég mæti fyrr en seinna live aftur. Until then, lesið fréttirnar- Hollywood fréttirnar, hendið í follow á insta, face og lífinu almennt!