Sérfræðingar vestanhafs og í Bretlandi hafa mikið spáð pg spekúlerað í vörumerkið sem Harry og Meghan eru- og ákvörðun þeirra um að gerast fjárhagslega sjálfstæð.
Hvernig mun þeim vegna.
Þeir eru allir sammála um ef þau velja verkefni sín af varkárni gætu þau auðveldlega fengið um 500 milljón pund á ári. Vörumerkið þeirra er nú þegar orðið mjög verðmætt og mun er tíminn líður verða verðmætara og stærra en
Becham hjónin
Obama hjónin
og Bill Gates.
Sérfræðingarnir eru flestir sammála um að þau yrðu að einblína á tísku, framleiðslu og góðgerðarmálefni. Hinsvegar þurfa þau, þar sem þau eru EKKI eins og Beckham og Obama, að reyna að halda í dulúð og geta ekki stokkið í hvað sem er. Þau munu líklegast, að mati þessara sérfræðinga, lána nöfn sín í hin ýmsu málefni og mun það verða þeirra helsta tekjulind.
Í september sóttu Harry og Meghan um vörumerkið Sussex Royal og setti undir það hin ýmsu item, allt frá sokkum og upp í ráðgjöf.
Líklegt þykir einnig að vörumerkið þeirra muni ná á sama stall og Louis Vuitton og Burberry.
Þessir sérfræðingar, sem ég er vitna hér í, eru sérhæfðir í að meta vörumerki hinnar ríku og frægu og vita því hvað þeir eru að tala um.
Einn spáir því að þau muni bæði verða flutt yfir til Norður ameríku á innan við ári , þar sem Kanadabúar muni líklegast fara betur með þau en pressan í Bretlandi.
Hollywood sérfræðingurinn Howard Bragman hefur varað þau við að þau verði að velja allt sem þau geri af mikilli kostgæfni, því þau muni fá á sig storma til að byrja með, sama hversu vel þau muni standa sig.
Þetta eru að sjálfsögðu allt saman vangaveltur sem ég er að elska að lesa og velta mér upp úr. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer allt saman, en ég vona að þetta endi vel.
Ella drottning verði sátt, Kalli prins sáttur, að Villi og Harry verði áfram vinir og að Meghan og Harry standi af sér þennan hvirfilbyl sem þau eru stödd í .
Harry hefur talað opinskátt um andleg veikindi sín, en það var fyrir 3 árum sem hann leitaði sér hjálpar vegna þunglyndis , en hann hafði aldrei unnið úr þeim harmleik sem hann varð fyrir þegar Díana dó fyrir 23 árum síðan.
Ég vona að breska pressan muni þetta. Hún hefur farið hamförum í að draga fram allt það versta í fari Harry og Meghan- og virðast gleyma að þrátt fyrir þessa titla séu þau mannleg, hafi tilfinningar og eru í grunninn eins og ég og þú- manneskjur.
,,Aðgát skal höfði nærveru sálar.”