Elsku Angie kellan

0
3425

Það er ekki á hverjum degi sem Angelina Jolie hleypir einhverjum að sér í viðtali, en hún opnaði sig i fyrsta sinn eftir skilnaðinn við Brad Pitt í viðtali við breska Vouge.

Angie segir að síðustu ár hafi verið erfið og henni hafi i raun liðið eins og líkami hennar hafi frosið í kjölfar skilnaðarins.

Hún nefnir Brad óbeint þegar hún er spurð út ákvörðun hennar um að búa í Hollywood, og segist hún hafa viljað vera nálægt föður barnanna- og á þar við Brad.
Brad og Angelina skildu árið 2016 og hefur skilnaðurinn verið erfiður og oft á tíðum fjandsamlegur.

Hún hefur unnið mikla sjálfsvinnu og það er núna fyrst sem henni finnst eins og blóðið sé byrjað að streyma aftur um æðarnar og sársaukinn sé að minnka .
Það er augljóst í viðtalinu að Angelina hefur gengið í gegnum dimman dal eftir skilnaðinn, en virðist vera á réttri leið loksins.

Ég vona að það fari nú að birta til hjá þeim báðum.
Annars er það að frétta af Angelinu í bransanum að nýjasta kvikmyndin hennar kemur í bíóhúsin núna í febrúar, nánar tiltekið 12 febrúar. Gengur hún þar til liðs við Marvel ofurhetjurnar i kvikmyndinni The Eternals.

Mun Angie leika ofurhetjuna Thenu og ég er strax orðin spennt enda Marvel fan numero uno!

Previous articleYou don´t come after Cardi B.!
Eiginkona, mamma, Hollywood Expert (heimatilbúinn titill) skemmtikraftur, blómskreytir, bloggari & áhrifavaldur. Mun láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar hér inni....og mun einbeita mér að lífi fræga fólksins sem staðsett er um allan heim!! Hollywood here we come!