Loksins loksins!!! Larsa opnar sig!

0
43271

Ok vá. Fyrrum besta vinkona Kim Kardashian, Larsa Pippen sparar ekki stóru orðin.

Hún heldur því fram að Kanye West hafi heilaþvegið Kim og fjölskylduna, sem orskaði það að vinaslit urðu. Fólk er mikið búið að velta því fyrir sér hvað hafi komið upp á, en Larsa var tíður gestur hja Kardashian klaninu og var ein af bestu vinkonum Kim.

 Þetta er í fyrsta sinn sem við fáum smá innsýn í dramað sem kom upp.

Larsa segir að Kanye hafi stanslaust tala um að hún væri svona og hinsegin og það sé í raun þannig að Kanye treystir engum nema Kim. Larsa segir að Kanye hafi oft á tíðum hringt í hana um miðja nótt, og hún hafi verið manneskjan sem hlustaði á þegar hann þurfti að ranta.

Það hafi samt endað þannig að hún hafi þurft að blokka hann því hann hringdi svo oft. Hún hafi verið orðin uppgefin á þessu ástandi- og við það hafi hann byrjað að baktala hana. Larsa trúir því að Kim hafi klippt á samskiptin við sig vegna Kanye, til að halda friðinn í hjónabandinu.

Sagan sagði einnig að Larsa hafi átt hafa reynt við Travis Scott sem er barnsfaðir Kylie Jenner. Larsa segir að það sé eitt mesta bull sem hún hafi heyrt. Hún hafi hitt Travis á skemmtistað eitt kvöldið og Travs hafi í kjölfarið hringt beint í Kylie og sagt að Larsa hefði verið að reyna við sig. Hún segist svo sannarlega á engum tímapunkti verið að reyna við hann- en hún viti að Kardashian klanið trúi þeirri sögu!

Ég er búin að bíða svo lengi eftir þessu viðtali að þið trúið því ekki.

Loksins get ég sofið róleg…

https://www.instagram.com/evaruza/