The time has come

0
3055

Rosalegustu fréttir ársins voru að berast yfir hafið!

Kardashian /Jenner fölskyldan hefur ákveðið að loka dyrunum að lífi sínu og hætta tökum á raunveruleikaþáttunum ,,Keeping up with the Kardashians.”

Eftir 14 ár, 20 þáttaraðir, hundruðir þátta og fjöldann allan af spin off þáttum að þá er komið að leiðarlokum. Ég er í hálfgerðu áfalli, ég viðurkenni það alveg. Mér finnst eins og það sé verið að loka mjög stórum kafla í lífinu mínu, og ég get vel trúað að það sé einnig sama tilfinning hjá þeim.

Raunveruleikaþættirnir hafa gert Kardashian/ Jenner mæðgurnar að því sem þær eru í dag, og skapað veldið sem þær hafa byggt í kringum síðasta áratuginn. Þær velta mörgum milljörðum, og tvær af þeim billjónum á ári hverju.

Þetta er gríðarlegur skellur fyrir aðdáendur þeirra um allan heim.

E! sjónvarpsstöðin keypti sýningarréttinn á þáttunum  fyrir 14 árum síðan og hafa þættirnir gert stöðina að því sem hún er í dag. Stöð með fjöldann allan af afþreyingarefni sem tengist stjörnunum. Hafa ,,Keeping up” verið flaggskip stöðvarinnar alla tíð og haldið áhorfi nánast upp á 10 allan þennan langa tíma.

Kim Kardashian Reality Tv GIF - Find & Share on GIPHY

Khloé hefur farið í fangelsi

Kris Jenner Slides Down Stripper Pole - The Hollywood Gossip

Kris lærði að súludans

Photos from Best Keeping Up With the Kardashians Moments Ever! - E! Online

Kourtney vaxaði það allra heilagasta á Khloe

Kim Hits Khloe With Purse GIFs | Tenor

hver man ekki þegar Kim lamdi Khloe með töskunni sinni

The Most Jaw-Dropping Moments to Ever Air on Keeping Up With the Kardashians - E! Online

mamma kris pissaði á sig

Keeping Up With the Kardashians to End After Season 20 in 2021 - E! Online - UK

Scott var krýndur lávarður

 Ohhh ég gæti talið upp milljón aðra hluti sem hafa veitt mér mikla gleði í gegnum árin.

Eitt er víst, að þó að Kardashian Jenner fjölskyldan sé að loka á heiminn, að þá erum við ekkert að fara að sjá minna af þeim. Það verður spennandi að sjá hvert leið þeirra liggur núna. Ég viðurkenni að ég átti alveg von á þessu en samt ekki…. ég tek mér nokkra daga í að melta þetta núna og jafna mig.

Ég hef ákveðið að skella mér live annað kvöld (miðvikudag) á instagram, þar sem við munum fara ofan í saumana á þessu máli öllu. Sé ykkur þar kl 20:00