Ok brettum upp ermar.
Þetta vitum við.
Tyler C. sótti um í þættina Bachelorette. Fékk inngöngu. Varð skotinn í Hönnuh B. Hannah B. varð skotin í honum.
Þau fóru í fantasy suit og fóru bara í sleik. Ekkert meir.
Hannah B. valdi svo Jed framyfir Tyler. Jed laug að Hönnuh, Hannah kastaði í hann trúlofunarhringnum og endaði ástina.
Þarna fenguð þið örskýringu á ástarsögu Tylers og Hönnuh. Eins og Barbara, mamma Pésa myndi segja: ,,This is what love stories are made of”
Til að gera mjög langa sögu stutta, að þá hafa Tyler og Hannah haldið sambandi eftir þættina og um þessar mundir er allt um koll að keyra- og það er ekki vegna hinnar skæðu kórónuveiru.
Eru Tyler og Hannah að stinga saman nefjum? Erum við að fá einu ástarsöguna sem við þurfum at the moment?
Hannah flaug til Tylers, í heimabæ hans, Jupiter í Flórída, þegar fregnir af andláti mömmu hans barst, og hafa paparazzi ljósmyndarar, sem eru yfirleitt meðlimir í Bachelor Nation smellt óspart af þeim myndum.
Og ég er að segja ykkur það! Ég held að ég finni neista. Það fór aldrei framhjá neinum að það voru svo sannarlega neistar á milli þeirra og var ég persónulega ógeðslega svakalega hissa þegar hún tók Jed framyfir TyTy.
Fólk vill meina að þau séu einfaldlega góðir vinir, mjög góðir vinir, og afhverju mættu þau ekki hanga saman sem slíkir. Jújú, þau mega alvega hanga sama EN ÉG ER SAMT AÐ SEGJA YKKUR ÞAÐ! Ég held að það sé eitthvað thing á milli þeirra. Það slökknar ekkert bara allt í einu á ástarbálum. Allavega ekki í mínum ástarsögum.
Pabbi Hönnuh B. hefur blandað sér í þessar eldheitu umræður og segir einfaldlega að þau séu góðir vinir. ,,They´re just like kids”…Hann segir jafnframt að Hannah hafi flogið til Flórída til að vera viðstöd jarðarförina hjá mömmu Tylers og hafi svo ákveðið að vera lengur út af kórónuvírusnum sem herjar á heiminn. En það sé ekkert meira á milli þeirra en vinskapur.
Mhmmm Papa Brown. God damn. Ég veit alveg hvernig vinasamband getur endað. Ég hef séð mjög margar bíómyndir með þeim endi.
Nýjasta myndin er þessi af þeim. Þarna sitja þau fyrir utan heimili Tylers og eru asskoti kósí. Engir 2 metrar á milli þeirra. Myndu vinir sitja svona close? Eða ok, jújú, en þessi vinir gera meira en spila blak og hlaupa saman um á sundfötum. Ég spái því að þau stundi sex og fari í sleik líka!
Ég er að segja ykkur það!! Ég veit hvernig þessi bíómynd endar og ég er all here for it!!!