Kris ákærð fyrir kynferðislega áreitni

0
3280

Fyrrverandi lífvörður Kris Jenner hefur ákært hana fyrir kynferðislega áreiti gagnvart sér, en hann starfaði fyrir hana árið 2017. Öryggisvörðurinn Marc segir að Kris hafi nuddað á honum axlirnar, hendurnar, bakið og mittið og nuddað svo líkama sínum upp við bak hans. Einnig hafi hún talað kynferðislega til hans og verið dónaleg.

Kourtney Kardashian er einnig ákærð en óljóst er fyrir hvað. Marc segir að hún hafi ekki áreitt sig, en látið áreitni móður sinnar viðgangast.


Hann segist einnig hafa kvartað undan þessu til höfuðsvöðva sinna en hann segir að tekið hafi verið fálega undir ásakanir hans.

Lögfræðingur Kris harðneitar að sjálfsögðu öllum ásökunum og segir að þessi tiltekni öryggisvörður hafi starfað fyrir fjölskylduna í stuttan tíma og ávallt verið á útivakt, sem þýðir að hann var aldrei inni í húsinu. Eftir að hafa sofnað ítrekað úti í bíl á vakt var hann rekinn.

Já það er aldrei lognmolla í kringum þessa uppáhalds fjölskyldu mína vestanhafs og ég mun fylgjast grannt með gangi mála!

View this post on Instagram

Felt cute, might delete later

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza) on