Podcast veisla og Jessica Alba hrærir í pottum

0
1222

Haldið ykkur fast aðdáendur Beverly Hills 90210 þáttanna. Það er podcast a leiðinni sem Tori Spelling og Jennie Garth munu stýra og heitir podcastið ,,9021OMG”


Í ár eru 30 ár liðin síðan fyrsti þáttur fór í loftið og munu þær stöllur renna yfir árin í þáttunum í podcastinu. Ég held að ég pissi smá í mig af spenning. Podcastið fer í loftið 9.nóvember á öllum podcast veitum.

Meira tengt Beverly Hills, en Jessica Alba droppaði Beverly Hills sprengju á dögunum þegar hún sagði frá því að hún hefði ekki mátt horfa í augun á aðalleikurum þáttanna.

Hún lék lítið gestahlutverk í þáttunum í upphafi ferils síns , og sagði að það hefði verið erfitt að leika á móti aðalleikurunum og mega ekki horfa í augun á þeim. Andrúmsloftið hefðu einnig verið erfitt og upplifun hennar ekki góð.

Það er kominn trailer út með fyrsta þætti af podcastinu og taka Tori Spelling og Jennie Garth þetta fyrir og segjast að sjálfsögðu ekkert muna eftir því að hafa bannað fólki að horfa í augun á  sér. Jennie segir hinsvegar að hún hafi leikið flestar senur a móti Jessicu og það hefði líklegast verið hún sem bannaði það ef sagan sé sönn. Henni þætti augnakontakt óþægilegt, en hún man ómögulega eftir þessu.
Dont Look At Me Nick Offerman GIF by hero0fwar - Find & Share on GIPHY
Ég skil ekkert þetta dæmi hjá fræga fólkinu sem bannar augnkontakt. Rosa statement hjá þeim.

Þetta er ekki i fyrsta sinn sem við fáum fréttir af eitruðu vinnuumhverfi í þáttunum- en hey, ég hlakka til að hlusta á podcastið- og það drepur enginn minninguna um Beverly Hills hjá mér. Good times.