Ætli þær eigi eftir að enda í djeilinu?

0
1787

Mikill skandall skekur heim fræga fólksins akkúrat núna, svokallað háskólamútumálið mikla.

Leikkonurnar Lori Loughlin og Felicity Huffman eru stærstu nöfnin á 50 manna lista sem FBI hefur handtekið.

Ég viðurkenni að þegar ég heyrði þetta fyrst hugsaði ég ,, slakiði nú á ameríkanar”. Felicity var víst á náttföfunum heima hjá sér nývöknuð þegar 7 fulltrúar alríkislögreglunnar mættu með látum heim til hennar og handtóku hana.

Án þess að vera búin að kynna mér málið almennilega hugsaði ég :,, vá Eva Ruza, eins gott að þú býrð ekki í USA.” Ég hefði aldeilis verið handtekin back in the days þegar ég var að svindla í stærðfræðiprófum”

En svo fór ég að kynna mér málið. Hvaða æsingur er þetta?

Til að gera mjööööööög langa sögu stutta að þá voru þær Lori og Felicity búnar að borga háskólum margar milljónir til að tryggja börnum sínum pláss, án þess að taka inntökupróf. Einnig borguðu þær aðilum fyrir að laga til einkunnir dætranna, og jafnvel taka prófin fyrir þær til að einkunnir þeirra væru up to standard.

Í Bandríkjunum er stórmál að komast inn í góða háskóla og kostar það mikla peninga. Þetta er alls ekki eins og hér heima, þar sem nánast flestir geta farið í þá skóla sem þeim dreymir um. Margir komast inn í skólana í USA á skólastyrkjum, íþróttastyrkjum o.s.frv.

Risastór rannsókn er í gangi um þetta mál og ef þær verða fundnar sekar gætu þær átt yfir höfði sér 5 ára fangelsisdóm. Grínistar hafa búið sér til gott efni um þetta mál ég viðurkenni að ég flissaði smá þegar ég sá þetta hjá Seth Meyers

Þetta mál hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir stjörnustatus þeirra beggja.

Lori, sem hefur verið aðalandlit Hallmark sjónvarpsstöðvarinnar í um 20 ár, hefur misst vinnu sína. Lori er hefur alltaf verið gríðarlega vinsæl vegna þess hve almennileg hún sé við alla. Svona the girl next door fílingur í henni.

Dóttir hennar, Olivia, er risa stór Youtube stjarna með margra milljón dollara samninga við t.d Sephora. Sephora tilkynnti svo í gær að þeir hefðu rift samningi sínum við Oliviu, ásamt TRÉSemme sem hafa einnig verið stórir samstarfsaðilar hennar. Olivia er með um 2 milljón fylgjendur á Youtube rás sinni.

Einnig eru fleiri samstarfsfyrirtæki sem Olivia vinnur með að skoða máli sín betur.

Lori er gift fatahönnuðinum Massimo , sem er gríðarlega stór í hönnunarbransanum. Þau hafa bæði verið ákærð í málinu og var þeim sleppt úr haldi lögreglu í gær eftir að hafa borgað eina milljón dollara í tryggingu.

Felicity sem er gift Shameless leikaranum William Macy , er hinsvegar bara ákærð í málinu, en ekki William.

Þetta mál er risastórt og eflaust einhverjar aðrar stjörnur sem sitja pungsveittar heima að fylgjast með…coz they are more out there. Þegar fólk hefur svona gríðarlega mikla peninga á milli handanna, virðist það oft stýra gjörðum fólks.

Eftir að hafa kynnt mér málið betur sé ég að þetta er mun stærra mál en þegar ég sat sveitt í stærðfræði að svindla með krassi í lófa. Ég vil taka það fram að það er ljótt að svindla kids.

En hvað ætli verði gert við stjórnendur skólanna?? Ég hef velt því fyrir mér. Það fer eitthvað aðeins minna fyrir fréttum af því hvað verður gert þar.

Stay in school kids, ekki svindla og ekki múta skólastjóranum.

Þið fáið fleiri fréttir af frægum í instastories hjá mér!!

View this post on Instagram

Í tilefni þess að ég hef hafið samstarf með Sensai á Íslandi langar mig til að gefa þér og vinkonu þinni geggjaðan pakka með nokkrum af mínum uppáhalds vörum! . ⭐Það sem þið þurfið að gera er: •Like-a ,,❤" þessa mynd •Fylgja @evaruza •Tagga þann sem þú vilt gleðja með þér. …þú mátt tagga eins marga og þú vilt, eins oft og þú vilt. . Það sem er í pakkanum er þetta: ⭐Total Lip Gloss. Formúlan er byggð á TOTAL LIP TREATMENT- kreminu þar sem þræðir úr Koishimaru-silki, ásamt völdum efnum úr náttúrunni, gegna lykilhlutverki við rakagjöf og fegrandi áhrif á húð varanna þannig að fínar línur víkja fyrir vel rakamettaðri og silkimjúkri áferð. . ⭐Svartur blautur eyeliner. Hinn fullkomni eyeliner að mínu mati. Hægt að kaupa áfyllingu á hann. . ⭐Sólarpúður- girls you need this in your life! . ⭐Sensai Concealer- silkimjúkur og leggst ekki í línurnar á andlitinu. . . ⭐Einstakur lúxusvaralitur sem spornar gegn öldrun. Inniheldur 24k gull og Koishimaru silki. Silkihúðaðar gullagnir varalitsins veita þykkan og glansandi gljáa. . ⭐Bronzing Gel sem er eitthvað sem allar konur eiga að eiga í snyrtibuddunni sinni. Ég nota það alla daga, hversdags og við fínnu tilefni! Elska það! . Ég dreg út næstkomandi fimmtudag!!!

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza) on