Glee bölvunin?

0
1777

Ég vaknaði upp við vondar fréttir frá Hollywood í morgun, en þar var tilkynnt í nótt( á okkar tíma) að leikkonan Naya Rivera væri týnd.

Hún hefði leigt bát með 4 ára syni sínum en ekki skilað bátnum á réttum tíma.

 Báturinn fannst á Lake Piru í Kaliforníu og var sonur hennar , 4 ára, sofandi um borð. Hann er heill á húfi en hefur sagt að hann og mamma sín hafi farið að synda, en mamma hafi ekki komið með honum aftur upp í bátinn.

EKki er enn vitað hvort að hann hafi komist að sjálfsdáðum upp i bátinn eða hvort að Naya hafi fylgt honum upp í hann. Hún var að sögn yfirvalda ekki í björgunarvesti.

Yfirvöld hafa tilkynnt að þeir reikni með að Naya sé látin. Þegar þetta er skrifað er hún enn ekki fundin.

Naya lék klappstýruna Santana Lopez í þáttunum Glee, sem gerðu allt vitlaust fyrir nokkrum árum.

Voru þeir einhversskonar söngleikja þættir og urðu aðalleikarar þáttanna að superstjörnum á meðan þeir voru í sýningu. Unglingadrama og allt sem þeim fylgir. Raunveruleiki stjarnanna var hinsvegar allt annar og voru ansi margir dökkir skuggar sem fylgdu aðalleikurunum.

Naya er fædd árið 1987 og því 33 ára gömul. Hún hóf feril sinn eins og svo margir í Hollywood, sem barnastjarna, módel og söngkona. Stærsta hlutverk hennar var í þáttunum Glee sem hófu göngu sína árið 2009 og enduðu 2015.

Hún á son sinn með leikaranum Ryan Dorsey. Þau giftu sig árið 2014 og fæddist sonur þeirra Joesey Hollis árið 2015. Tveimur árum seinna skildu þau og gekk mikið á í þeim skilnaði. Naya var ákærð fyrir heimilisofbeldi, en hún gekk í skrokk á Ryan út af einhverju sem tengdis barninu. Tengdafaðir hennar borgaði hana útúr fangelsinu og sótti hana þangað. Ryan sendi seinna frá sér tilkynningu þar sem hann sagði að Naya hefði EKKI gengið í skrokk á sér né valdið honum áverkum.

Smá undarlegt. Ohh well.

En nú skulum við renna yfir hina dökku skugga Glee leikaranna- og sorglega dauðdaga.

Allir sem vita eitthvað um Glee, vita hver Cory Monteith var. Hann var aðalleikarinn í þáttunum, og strákurinn sem allar stelpur voru sjúkar í. Var með þetta englaútlit og enginn trúði sínum eigin eyrum þegar fregnir bárust að því að hann hefði fundist látinn á hótelherbergi þann 13 júlí árið 2013. Hann hafði tekið of stóran skammt, og fannst mikið áfengi og heróín í blóði hans. Hann hafði barist við fíkniefnadjöfulinn í mörg ár.

Jim Fuller- Aðstoðarleikstjóri Glee lést óvænt þremur mánuðum á eftir Corey úr hjartaáfalli.

Nancy Motes- Aðstoðar framleiðslustjóri Glee framdi sjálfsmorð í febrúar árið 2014. Samstarfsfélagar hennar í Glee póstuðu á samfélagsmiðla í kjölfar fráfalls hennar: ,, We´ve lost another one”.

Mark Salling- Lék Noah Puck í Glee- framdi sjálfsmorð í janúar 2018 nokkrum vikum eftir að hafa játað sig sekan um vörslu á barnaklámi. Einnig var hann ásakaður um nauðgun, en var ekki ákærður vegna ónægra sönnunargagna.

Aðalstjarna þáttanna, Lea Michele, hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið eftir að hafa verið ásökuð um einelti á setti, rasisma og ömurlega hegðun þegar þættirnir voru á hátindinum.

Cory Monteith's mum reveals heartbreaking moment Lea Michele broke ...

Lea var í ástarsambandi við Cory þegar hann lést og voru þau einskonar unglingastjörnupar. Áfallið var mikið fyrir Leu. Hún er hinsvegar núna kasólétt af sínu fyrsta barni og mætti segja að mikið hafi mætt á henni siðustu ár.

Hvarf Nayu hefur enn á ný ýtt undir þær fyrirsagnir vestanhafs að einhversskonar bölvun hljóti að vera yfir Glee meðlimum.

Ég er nú frekar á því að þetta sé stórkostleg tilviljun að svona margir úr sama þætti fái lífið svona fast í fangið. En það virðist oft gerast í Hollywood þegar fólk verður frægt ungt. Lífið fer stundum aðeins verr með það. Óharðnaður unglingur er alls ekki í stakk búinn að takast á við allar þær freistingar og áreiti sem fylgir frægðinni.

Það er nokkuð ljóst að það væri kraftaverk ef Naya finnst á lífi.