Pack your bags Madonna

0
1553

Madonna, kom, sá en sigraði ekki rassgat í gær á stóra sviðinu í Eurovision.

Ég ætla alls ekkert að ræða pólitíska statementið sem hún framkvæmdi í gær, heldur gjörsamlega falskasta söng sem ég hef heyrt.

Madonna mætti á svip, sveipuð dulúð. Spennan var áþreifanleg alla leið heim í stofu úr höllinni. Svo byrjaði kellan að syngja…. ég er að segja ykkur það, að ég fékk næstum astmakast. Var þetta bara virkilega að gerast. Kellan hélt ekki lagi!! Hvað er það? Að ein frægasta poppsöngkona og legend í heiminum, haldi ekki tjúnni.

Myndaniðurstaða fyrir no excuses gif

Og ég hlusta ekki á neinar afsakanir. Hvort það var eyrað eða eitthvað annað sem truflaði hana, veit ég ekki. En þetta var by far versta frammistaðan í allri keppninni. Hún er búin að vera í 40 ár í bransanum!!! 40 frigging ár!! Ég var verulega sár og svekkt get ég sagt ykkur.

Svo mætti Migos, og þá rétt lagaðist hún því röddinni var breytt í eitthvað massa autotjún í takt við lagið.

PFFFF Madonna. Vonbrigði kvöldsins voru klárlega þú.

Sem betur fer deliveraði hann Serhat vinur minn.