Stormi litla, dóttir Kylie og Travis lenti inni á spítala um helgina með alvarleg ofnæmisviðbrögð.
Kylie hefur ekki tekið það fram hvað það var sem olli ofnæmisviðbrögðum Stormi, en litla kellan er komin heim í öruggt skjól.
Sem móðir ofnæmisbarns þá veit ég nákvæmlega hvaða skelfilegu tilfinningu Kylie og Travis upplifðu þarna að fylgjast með Stormi í ofnæmissjokki. Það er ekkert verra en að horfa upp á barnið sitt veikt.
Kylie henti í stórt shoutout á alla foreldra þessa heims sem eiga veik börn- og ég ætla að gera það sama!!
Gott að Stormi er heil á húfi.