Big Brother Germany í eldlínunni

0
2065

Raunveruleikaþættirnir Big Brother Germany hafa fengið að heyra það frá áhorfendum vegna þeirra ákvörðunar framleiðenda að láta keppendur ekki vita af því sem er að gerast í heiminum.

Þættirnir byggjast á því að konum og körlum er sópað inn í hús þar sem þau eyða að ég held 3 mánuðum saman. Fylgst er með öllu daglegu lífi þeirra, partýum og hverjir eru með hverjum. Þau fá svo allskonar verkefni sem þau þurfa að leysa og í lokin eru peningaverðlaun fyrir the last one standing. Keppendur fá ekki að hafa nein samskipti við umheiminn á meðan. Þau fá ekki að vera með símana sína, hringja heim eða fylgjast með fréttum. Algjör einangrun.

Þau sem eru inni í húsinu höfðu ekki hugmynd um að kórónuvírusinn væri að stræka allan heiminn. Framleiðendur höfðu skýlt sér á bakvið það að ef einhver fjölskyldumeðlimur þeirra sem inni í húsinu myndu veikjast, ÞÁ fengju þau fregnirnar.

En svo gerðist það í vikunni eftir mikinn þrýsting frá almenning, að framleiðendur létu undan. Bein útsending var frá húsinu á þriðjudaginn þar sem keppendur voru látnir vita og má svo sannarlega segja að þau hafi fengið áfall.

Þau hafa verið inni í húsinu síðan 6.febrúar síðastliðinn, eða í raun frá því áður en vírusinn fór að láta alvarlega á sér kræla.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Big Brother hefur þurft að stöðva framleiðslu sína vegna stórra atburða sem eiga sér stað, en árið 2001 þurftu Big Brother America að stöðva framleiðsluna vegna árásanna á tvíburaturnanna.

Big Brother Germany eru ekki þeir einu sem hafa látið það vera að láta keppendur vita af þessu öllu, en Big Brother Canada gerði það sama. En eins og í Þýskalandi, hafa keppendurnir í Kanada verið látnir vita eftir þrýsting frá almenning.

Myndaniðurstaða fyrir shaking head gif

Really samt! Þurfti almenningur að ná þessu í gegn. Ég skil ekkert afhverju framleiðendur hafi ekki bara notað common sense og stöðvað sýninguna.

Farið varlega, verið skynsöm og sendið ást á alla í kringum ykkur!

Ég mæli svo með því að þið zippið ykkur inn á Sjónvarp Símans Premium og hámhorfið nýju þættina mína Mannlíf! Ég lofa að allir gleyma kórónuveirunni í smá stund við áhorfið!

Ást á alla og rafrænt knús!

Previous articleFáum við endinn sem við vildum?
Next articleSelena
Eiginkona, mamma, Hollywood Expert (heimatilbúinn titill) skemmtikraftur, blómskreytir, bloggari & áhrifavaldur. Mun láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar hér inni....og mun einbeita mér að lífi fræga fólksins sem staðsett er um allan heim!! Hollywood here we come!