Greyið Meghan á ekki séns

0
2266

Meghan Markle hefur átt ansi erfitt uppdráttar undandfarið í pressunni og akkúrat núna er heil blaðagrein um það hversu krumpuð fötin hennar eru alltaf.

Og þá er einnig tekinn fyrir brúðarkjóllinn hennar fallegi.

Ok ég viðurkenni það, fötin hennar eru ansi krumpuð. En ég viðurkenni það líka að ég tók aldrei eftir því fyrren ég las þessa tilteknu grein og sá krumpurnar á mynd eftir mynd.

Ég þakka bara guði fyrir að ég er ekki hertogaynja hér á Íslandi. I would not make my mama proud, því ég á það til að hendast af stað í fötum sem krumpast auðveldlega….eða eru krumpuð áður en ég fer í þau.

Meghan þarf kannski að sitja inní drossíunum sem hún keyrir um á, með gufugæjann plöggaðann inn.

Krumpuðu fötin eru ekki það eina sem er talað um. Meghan og Harry hafa verið sökuð um að feika óléttuna…Ástæða: því kúlan er ekki eins á öllum myndum.

Úff, þá værum við konur allar að feika meðgöngurnar, því óléttukúlur eru svo sannarlega misjafnar eftir dögum og jafnvel klukkutímum.

Ég sverða. Ég held að sumir hafi of mikinn frítíma. Í þessari tilteknu grein sem ég las var meira að sega rætt við sérfræðinga í fataefnum og farið yfir málin. Hvaða efni Meghan ætti frekar að velja, og hvaða efni krumpast lítið. Kammón people!! Ég held að Ella drottning sé með fullt af expertum á sínum snærum inní höllinni.

Neita því ekki að ég elska samt að lesa þetta allt.

Image result for lol gif

LOL!!

Ég segi hér og nú.

Image result for stop it gif

Leyfið Meghan að njóta meðgöngunnar og lífsins. Greyið skvísan á ekki séns. Ef það eru ekki krumpuð föt, þá er það feikuð meðganga, rifrildi milli hennar og Williams og Katie …og dramað með pabba hennar. Nú eða tussustælar i höllinni.  Allt sögusagnir sem enginn hefur staðfest…nema kannski krumpuðu fötin. Þau erum við með staðfest.

Royal kveðja á ykkur kids!

Previous articleMiley ertu það eða ekki??
Next articleSizzling!!!
Eiginkona, mamma, Hollywood Expert (heimatilbúinn titill) skemmtikraftur, blómskreytir, bloggari & áhrifavaldur. Mun láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar hér inni....og mun einbeita mér að lífi fræga fólksins sem staðsett er um allan heim!! Hollywood here we come!