0
2420

Eftir að ég ræddi um eftirfarandi þætti á snappinu mínu : evaruza, að þá sprakk það af spurningum og mjög margir áhugasamir um þessa veislu sem ég var að segja frá. Vessgú kids!

Ég veit ekki alveg hvar ég á að categoria eftirfarandi pistil, en ég vona svo sannarlega að þessi raunveruleikaþættir sem ég er að fara að tala um muni halda áfram forever. Því þá get ég búið til dálkinn ,,Temptation Island”

Þeir sem fylgja mér á samfélagsmiðlum vita að ég er algjör sökker fyrir raunveruleikaþáttum, og þá helst Bachelor og þeim spin off þáttum sem honum fylgja, og Kardashian. Draumur sem ég hef lengi gengið um með í maganum, og ég lýg engu, hefur ræst. En mig dreymdi um að þættir sem voru vinsælir upp úr árinu 2000, myndu hefja göngu sína á ný.

Þessir þættir bera nafnið ,,Temptation Island”- og þeir eru mættir aftur with a bang!!!

Þættirnir ganga s.s. út á það að 4 pör mæta á tropical island, öll tilbúin að láta reyna á sambandið. Og þá meina ég, virkilega reyna á sambandið. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa í gegnum erfiðleika sem pör, framhjáhöld eða eitthvað annað slíkt, og eru þau mætt þarna til að kanna hvort þau séu í raun og veru meant to be. ÞVí þetta er að sjálfsögð eina leiðin í lífinu til að finna það út. Eina….

Þessum pörum er splittað upp, dömurnar fara í eitt hús og strákarnir annað, og fá þau ekki að hittast aftur fyrren í lok þáttaraðarinnar, sem er 25 dögum seinna.

Í stelpuhúsinu eru 12 single gæjar og í húsi strákanna eru 12 single stelpur…sem eru svo sannarlega tilbúin til að krækja í þann sem er í sambandi. Svo er raðað inn í húsin fullt af áfengum vökvum og rómantísk stefnumót fara fram.

Þá fá þau sem eru í sambandi að velja sér einn af single liðinu til að fara á stefnumót með. Þau eiga svo að finna út hvort þau elski makann sinn í raun og veru og hvort þau standist freistinguna, sem er að sjálfsögðu sá sem er single.

Skulum halda því til haga að það er náttúrulega sól og sumar hjá þeim og allir að striplast um hálfnaktir og olíubornir ,með perfect bodies…auðvitað.

Hér má t.d. sjá Javen á spjalli við hana Jeffri..sem er svo sannarlega single og ready to mingle og hann Javen er skíthræddur við freistinguna

Þetta er veisla. Þáttur númer 4 kom út í vikunni og núna er allt farið að hitna verulega, sumir að verða aðeins kærulausari en aðrir og eiga erfiðara með þetta. Fyrsti sleikurinn datt t.d í hús og kærastan fékk að sjá videoklippu af því.

Ég get ekki beðið eftir að þáttur 5 komi. Get eiginlega bara ekki beðið eftir að sjá hvernig þetta endar allt saman.

Það besta er samt að pörin eru öll svo spennt,  ,,ohh my god, this is going to be the expirience of a life time and only make us stronger”

Related image

REALITY CHECK PEOPLE!!:

Image result for temptation island usa gif

,,NO IT AINT. HALF NAKED PEOPLE ARE GOING TO TRY TO TAKE YOUR MAN/WOMAN AWAY AND YOU WILL DIE A LITTLE BIT INSIDE WHEN YOU SEE IT!!”

Ég mæli svo mikið með þessu!!

And my friends…your´re welcome!

Þið fáið svokallaðar örfréttir af frægum hjá mér í instastories! Check it out! I know you will love it!