Ég náði aðeins að sofna í nótt og á meðan bárust þær fréttir að Jordyn væri flutt út úr gestahúsinu á lóð Kylie, þar sem hún bjó.
Hún er víst á leið heim í mömmukotið aftur með skottið á milli lappanna. Hún hlýtur að vera að upplifa mestu martröð lífs síns. Þetta voru allavega klárlega stærstu mistök sem hún hefur gert. Kardashian/Jenner klanið er með það mikið power að they can make you, and they sure can break you. Verður fróðlegt að sjá hvað verður um hana Jordyn núna.
Hver er Jordyn?
Jordyn var uppgötvuð á instagram 18 ára gömul og er nátengd inní Will Smith fjölskylduna. Hún kallar Will frænda sinn og var það hann sem kynnti hana fyrir Kardashian genginu. Mamma hennar er umboðsmaður hennar og hefur Khloé komið henni á framfæri sem plus size model,með því að gefa henni stórt hlutverk sem módel í Good American línunni sinni. Khloé made her basically!
Hún og Kylie hafa verið límdar saman frá því þær hittust fyrst árið 2013, þær búa (bjuggu) saman, Kylie bjó til heila snyrtivörulínu í slagtogi við Jordyn og hefur Jordyn spilað stóran þátt í lífi Stormi, dóttur Kylie og Travis.
Enn þegir twitter hjá þeim mæðgum og er ég viss um að mama Kris er á fullu að skipuleggja næsta múv. Hverju þær eigi að tvíta, hverju þær eigi að svara og hvaða mynd eigi að pósta í næstu instagramfærslu.
Ég hef sagt það milljón sinnum áður, að ég skil ekki að Kris standi teinrétt miðað við allt sem er í gangi hjá börnunum hennar.
TMZ stukku á Lörsu Pippen , sem er besta vinkona Kardashian systranna og hún hafði þetta að segja👇
Dayum!!
Ég finn jafn mikið til með Khloé og Kylie. Þetta var the ultimate betrayal. Mér finnst þetta mál allt vera á næstum sama kalíberi og þegar Caitlyn Jenner ,,fæddist”. Alls ekki samskonar mál, en hefur gríðarlega mikil áhrif á alla í fjölskyldunni.
This must hurt so bad.