Ég veit svei mér þá ekki hvar ég á að byrja, því ég er löngu búin að missa þráðinn í slag sem er búinn að vera í gangi milli Cardi B og Nicki Minaj.
Það muna eflaust margir eftir slagsmálum sem brutust út á milli þeirra á Fashion Week fyrr í haust. En þar mættust stöllurnar sem endaði með að skór flaug í hausinn á Nicki og þurfti entourage þeirra beggja að halda þeim frá hvor annari.
Við skulum aðeins renna yfir afhverju þetta byrjaði allt saman.
- Beefið milli þeirra byrjaði í rauninni í mars 2017, þegar Nicki lækaði kommentið ,,Dumb ass bars” sem var skrifað undir myndaband sem Cardi B sendi frá sér á instagram þar sem hún rappaði.- hvað þýðir ass bars spyr ég nú bara.
2. Nicki rappaði í tónlistarmyndabandi með Offset ,sem er barnsfaðir og eiginmaður Cardi B í dag, og lét frá sér þessi orð: ,,I heard these labels are trying to make another me/Everything you´re getting little hoe is because of me” Margir telja að þarna hafi hún verið að tala beint við Cardi B… Eldurinn var að kvikna þarna á milli þeirra beggja.
3. Nicki tók sig til og tvítaði eftir að samfélagsmiðlarnir fóru á hliðina og sagðist ekki hafa beint þessum orðum að Cardi…mhmmm, if you say so.
4. Cardi B kom fram á MoMA PS1 og lét þessi orð falla á sviðinu, án þess að nefna nein nöfn. ,,You know this bitch, she never fucking liked me and all of a sudden she wants to be friends with me- no bitch, I still don´t like you” Það er náttúrulega bara enginn annar en Nicki sem kemur til greina og augljóst að Cardi beindi þarna óbeint orðum sínum að Nicki.
Ég er ennþá steinhissa og skil ekki neitt hvernig þetta byrjaði. En ohh weell, höldum áfram, því þetta er rétt að byrja.
5. Cardi B er spurð á rauða dregilinum á MTV tónlistarhátíðinni árið 2017 hvort að vandamál væru á milli hennar og Nicki . Cardi B lét þau orð falla að hún vildi ekki slagsmál við neinn. Hún vildi bara búa til tónlist og græða peninga. ,,I don´t have time to look at other women and what they are doing. I get it poppin´with these hands”
6. Cardi B var samt eitthvað að gleyma þessum orðum sem hún lét falla á MTV, því stuttu seinna kemur hún fram í tónlistarmyndandi með G Eazy þar sem hún rappar : ,, Can you stop with all the subs? Bitch I aint Jared.”
Þá spyr ég… who da fuck is Jared, Cardi? En þarna skaut hún víst beint á Nicki og ég er ennþá lost. En eitt veit ég og þar er að þetta byrjaði allt með lækinu hennar Nicki á instagram. Ég náði því…
7. Nú kemur twist. Eftir að Bodak Yellow, lag Cardi B nær fyrsta sætinu á tónlistarlista í USA sendir Nicki frá sér þetta tíst.
8. Cardi svarar og segir ,, This means sooo much coming from you”
Allir héldu að þær væru over it. Neibb. Alls ekki.
9. Nokkrum klukkutímum áður en Cardi B gefur frá sér plötuna Invasion of Privacy ,sest hún niður í viðtal og segir að henni finnist þetta beef nú bara vera eitthvað sem internetið sé búið að hæpa upp. Hún hefði engann tíma fyrir svona kjánalegan slag.,, If you are not fucking my man or you´re not taking my money, then I really don´t give a fuck about you.”
10. Nicki sendir þá Cardi B tóninn og segir henni að hætta að vera svona viðkvæma fyrir gagnrýni.
Where is the love girls?
11. Og þá lendum við á frægum slagsmálum milli þeirra tveggja sem átti sér stað á Tískuvikunni í New York í september. En þar mættust those two queens og Cardi reyndi að nálgast Nicki til að slíðra sverðin..eða svo er sagt. Það endaði með þvi að Cardi B fékk olnbogaskot í andlitið, frá að vísu ekki Nicki, en aðstoðarkonu hennar og allt fór til fjandans. Cardi brjálaðist og reyndi að berja Nicki. Kastaði skónum sínum í hana , og var svo dregin út.
Cardi endaði með risa kúlu eftir þennan slag.
Cardi B fór beint á Instagram eftir þennan atburð og skrifaði þetta. Svo virðist sem soðið hafi uppúr eftir að einhver nefndi litlu stúlku Cardi B, Kulture. Leave the babys out of this fight girls!
Það hefur verið nokkuð kyrrt á milli þeirra undanfarið, en í fyrradag varð fjandinn laus enn á ný þegar Nicki settist niður í útvarpsþætti sínum Queen Radio og býður fram 100.000 dollara fyrir hvern þann sem lætur hana fá myndband af slagsmálum milli Cardi B og Rah, en Rah er vinkona Nicki. Cardi B og Rah lenti víst saman, sem endaði með að Rah Ali kýldi Cardi hátt í tíu sinnum í höfðuðið. Nicki vill sjá öryggismyndavélarnar og segir hún að Cardi sé með það í felum, en Cardi hefur ásakað öryggisverðir Nicki um að berja sig. Nicki vill fá þetta myndband til að afsanna þessi orð Cardi B.
Ég er nokkuð viss um að Cardi B og Nicki hafa ekki sagt sitt síðasta í þessu ongoing ,,beefi” . Það er komið meira en ár síðan Nicki Minaj gerði þessi mistök að læka þetta komment á instagram.
Við getum lært eitt af þeim… aldrei læka shady komment um einhvern annan. Það gæti endað illa!
Endum þessa romsu á orðum vinkonu minnar, hennar Ellenar. BE kind to one another! ( coz that does not cost us shit!)