My fave Holly couple @the moment

0
1958

Uppáhalds parið mitt í Hollywood núna er leikaraparið Dax Shepard og Kristen Bell. Þau eru  svokallað powercouple, og eru gríðarlega vel liðin í Hollywood, fyrir góðgerðarstarfsemi sína, almenna gleði og húmor og eru þau bæði vinsælir gamanleikarar

Þau fagna því á þessu ári að vera búin að vera saman í 12 ár, en segja einnig að vegurinn þeirra saman hafi verið einstaklega trikkí (eins og maður segir a góðri íslensku).

Leiðir þeirra lágu fyrst saman árið 2007 og deituðu þau í smá tíma…eða þangað til Dax dömpaði Kristen. Ekki löngu seinna fór Dax að hugsa að hann hefði kannski gert huge mistake. Hann hafi mögulega dömpað skemmtilegustu konu sem hann hafði á ævi sinni hitt. Konu sem hann gæti vel séð fyrir sér að verða 80 ára með. Þannig að hann pikkaði upp þráðinn og í dag eru þau gift og eiga tvær dætur .

Dax var mikið á móti hjónabandi og ætlaði aldrei að gifta sig, og var Kristen búin að sætta sig við að hjónaband fengi hún ekki. Dax sagði einfaldlega að pappírsblað myndi aldrei sýna hversu mikið hann elskaði Kristen. Það var svo ekki fyrren árið 2009 sem hann fleygði sér niður á hnén og bað Kristen að giftast sér. Hann segir að hann hafi einfaldlega elskað Kristen of mikið til að láta þennan draum hennar ekki rætast og því ákveðið að bíta í sína eigin skoðun og giftast henni. Þau giftu sig hjá sýslumanni árið 2013

Dax hefur átt sinn djöful að draga en hann hefur oft rætt það opinberlega þegar hann barðist við eiturlyfjafíkn sína og alkóhólisma. Hann hefur verið edrú í 15 ár en segir að hann þurfi að vinna í sér á hverjum einasta degi og taka einn dag í einu. Hann segir að Kristen sé kletturinn í lífi sínu og haldi honum á réttri braut.

Dax og Kristen eru miklir húmoristar og er Dax með gríðarlega vinsælt podcast, Armchair Expert, í Hollywood, þar sem hann fær fræga fólkið til að setjast hjá sér og ræða heima og geima.

Einnig eru þau hjónin dugleg að nýta sér samfélagsmiðla til að senda frá sér fyndin og skemmtileg myndbönd. Nú síðast voru þau nærri dauða en lífi að taka súkkulaðiáskorun. Það skýrir sig sjálft hér að neðan út á hvað hún gekk.

Þau hafa nýlega hafið framleiðlsu á barnvænum vörum sem kallast Hello Bello.

Leggja þau mikið upp úr því að vörurnar séu barnvænar og engin hættuleg aukaefni eða gerviefni er að finna í þeim. Einnig er þeirra mottó með þessum vörum að allir hafi efni á þeim, og fást vörurnar í öllum Walgreens verslunum í USA.

Ég er að elska húmorinn þeirra og gleðina sem smitast frá þeim!

View this post on Instagram

Árið er 1997. •Ég: ,,Mamma, mig langar fermast með topp." Mamma klippti ,,topp" á mig…. sem lak niður eins og skökk strá. . •Ég: ,,Mamma, getum við spreyjað skóna bláa?" (Don't ask me why, þeir voru hvítir) Mamma sótti spreyið og spreyjaði. . •Ég við hárgreiðslukonuna : ,, Snúð on top, perlubönd, blá pípurör sem þú vefur um allan snúðinn….og hvíta spennu sem heldur engu." . •Ég hjá ljósmyndaranum að hugsa : ,,Afhverju hefur @eskimo_model aldrei samband við mig? Ég er að negla þessa töku. (Inspired by Raggi Bjarna) . Eva Ruža gekk útí daginn, feeling like #beyonce , fierce and fabjúlöss. #misskilningur #thereishope . . . . . . #ferming#fashion#lookinggood#instagrammodel#model#fashionmodel#supermodel

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza) on

Previous articlePhotoshop fail Kourt!!!
Next articleOkurr!!!
Eiginkona, mamma, Hollywood Expert (heimatilbúinn titill) skemmtikraftur, blómskreytir, bloggari & áhrifavaldur. Mun láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar hér inni....og mun einbeita mér að lífi fræga fólksins sem staðsett er um allan heim!! Hollywood here we come!