Ohh vitiði ég spyr sjálfa mig að þessu mjög reglulega en þau eru one of my favorite Bachelor par.
Fyrir ykkur sem ekki þekkið þau, að þá felldu þau hug sinn saman í Bachelorette þáttunum, þar sem prúðbúnir herramenn kepptu um hylli Kaitlyn.
Það sem er krúttlegast við þessa sögu er, að þegar hjarta Kaitlyn var mölvað í þáttunum um Bachelor (já þetta tengist allt) að þá var Shawn að horfa á þættina heima í stofu, tók mynd af Kaitlyn og sendi vini sínum. Hann sagði að one day myndi hann taka þessa skvísu í faðm sinn og elska af öllu hjarta. Nákvæmlega það sem hann gerði.
Nú eru liðin 3 ár og hafa þau alltaf verið madly in love. En undanfarna mánuði er ég farin að verða áhyggjufull. Eru Kaitlyn og Shawn í vandræðum í ástarsambandi sínu? Þau birtust alltaf mjög reglulega saman á samfélagsmiðlunum instgram og snapchat og eru svona parið sem maður sá fyrir sér til frambúðar.
Reyndar sjúklega ólík. Hann algjör sportisti og lífið hans snýst um íþróttir og nýju líkamsræktarstöðina hans, á meðan hún elskar að zippa á rauðvíninu sínu og stýra podcast rásinni sinni. En samt virkar þetta einhvern vegin hjá þeim.
En undanfarið hafa þau birst minna og minna á samfélgasmiðlum hvors annars, ég sé færri læk á myndum hjá þeim frá hvort öðru á insta (já ég hef skoðað það líka)…. og það er ónotatilfinning sem fer um mig.
Eru þau að hætta saman? Er ást þeirra að kulna?
HVAÐ ER AÐ GERAST KAITLYN OG SHAWN!!!
PLZ ekki hætta saman. Ég yrði virkilega sorgmæddd ef það gerist. Alveg virkilega sorgmædd í Bachelor Nation hjartanu mínu.
Mér finnst þau smá óþægileg saman hér til dæmis!!
Þau hafa undanfarið þurft að svara fyrir sig og staðfesta að þau séu enn saman, en ég finn á mér að það er eitthvað sem er ekki eins og það á að vera.
Vona að næst þegar ég skrifa um þau sé ég að segja ykkur að Kaitlyn sé ófrísk, því þau hafa verið mjög opin með ófrjósemisvandamál sín, en þau hafa lengi reynt að verða ófrísk en ekki gengið sem skildi.
Ég vona að það verði næsta frétt um þau…ekki að þau séu over. Ég held of mikið með þeim.