Stórvinir mínir og eitt af mínum uppáhaldspörum , Ryan Reynolds og Blake Lively, tilkynntu í gærkvöldi að þau ættu von á barni.
Og það var engin instagram tilkynning, heldur mættu þau skötuhjúin bara á rauða dregilinn í gær, Blake íklædd fagurgulum kjól- með bumbuna út í loftið. Nýjasta mynd Ryans var frumsýnd í gær, myndin Pokémon.
Ryan og Blake kynntust við tökur á myninnni Green Lantern, sem Ryan gerir óspart grín að og er ófeiminn við að segja að sé versta mynd sem hann hefur leikið í.
Hlutverk þeirra fólst meðal annars í því að þau áttu að leika ástfangið par. Nema á þeim tíma voru þau bæði í sambandi við aðra aðila.
Blake var með Penn Badgley, sem er þekktur fyrir hlutverk sitt í Gossip Girl,og í Netflix þáttunum ,,You”.
Ryan var giftur leikkonunni Scarlett Johansson.
Blake og Ryan urðu samt sem áður góðir vinir eftir þessar tökur og ákváðu að fara á double date um ári eftir að þau kynntust. Þá var Blake orði single og Ryan nýbúinn að klára skilnað sinn við Scarlett. Fóru þau þá á þetta deit- nema með örðu fólki. S.s Blake með öðrum gaur og Ryan annari píu.
Ryan hefur sagt að þetta hafi verið vandræðalegasta deit sögunnar, því svo miklir neistar voru á milli þeirra tveggja og endaði þetta deit með því að þau stungu af saman.
Þau giftu sig ári seinna, eða í september árið 2012.
Saman eiga þau tvær dætur, þær James, sem er fædd árið 2014 og Inez sem er fædd árið 2016.
Þau eru gjörsamlega geggjuð saman og gera óspart grín í hvort öðru á samfélagsmiðlum.
Ef þið eruð ekki að followa þau á twitter og instagram, að þá lofa ég ykkur því að þið eruð að missa af miklu.
Þau eru nákvæmlega það sem er kallað couples goals!!
Congrats my dear friends!!