LaToya Jackson var í mörg ár fjarlæg fjölskyldunni sinni. Frægustu fjölskyldu í heimi, Jackson fjölskyldunni.
Árið 1991 gaf hún út ævisögu sína sem hét ,,Growing up in the Jackson Family”. Þar segir hún frá því þegar faðir hennar, Joe Jackson, sem var þekktur fyrir að beita börnin sín 10 ofbeldi af ýmsu tagi, hafi misnotað sig frá 11 ára aldri.
Á nóttunni hafi hann farið úr rúmi móður hennar, Katherine, og komið upp í rúm til hennar, þar sem hann nauðgaði henni. LaToya segir að oft hafi hún heyrt móður sína grátbiðja Joe um að láta hana vera, en hann hlustaði ekki á hana og komið fram vilja sínum. Hann hafi ekki bara beitt hana kynferðislegu ofbeldi, heldur einnig, andlegu og líkamlegu.
LaToya var spurð í viðtali hvort að hún vissi til þess að hann hafi einnig misnotað Janet, sem er yngri systir hennar. LaToya sagðist ekki vita um það. Janet hafi aldrei nefnt það. EKki er langt síðan viðtal við LaToyu var rifjað upp, þar sem hún segist hafa vitað um kynferðisofbeldi Michaels gagnvart drengjum.
Joe Jackson lést árið 2018 og var, eins og áður sagði, ofboðslega grimmur maður sem beitti börnin sín 10 miklu ofbeldi. Hann hélt oft framhjá konu sinni Katherine, og eignaðist börn utan hjónabandsins. Hún reyndi oft að skilja við hann, en alltaf hætti hún við án þess að útskýra afhverju. Joe flutti út af heimili þeirra í kringum 1982/3 og bjuggu þau í sitthvoru lagi allt þangað til Joe lést. Katherine hefur alltaf neitað því að þau hafi búið í sitthvoru lagi….en slúðurpressan hefur sínar heimildir eins og svo oft áður.
Joe barði börnin með belti, trjágreinum eða rafmagnssnúrum ef þau óhlýðnuðust honum. Þegar Jackson 5 fæddist til lífsins , og Joe sá möguleikana sem hann hafði með þessa grúbbu, þá breyttist heimilishaldið til hins verra. Þeir bræðurirnir sem skipuðu bandið máttu ekki leika sér eftir skóla, áttu að æfa í 5 klukkutíma á hverjum einasta degi, og ef þeir náðu ekki danssporunum strax, þá lúbarði hann þá.
Joe lagði Michael í hræðilegt einelti á hans yngri árum og þegar Michael fór að tala um að honum finndist nef sitt stórt, þá byrjaði Joe að uppnefna hann ,,Big Nose, og kom það engum á óvart þegar Michael fór að haga sér undarlegra og undarlegra.
Eftir því sem frægðarsól Michaels reis, fjarlægði hann sig frá föður sínum og var í nánast engu sambandi við hann í mörg ár.
Saga Jackson fjölskyldunnar virðist hafa verið hræðileg saga og sorgleg frá upphafi til enda. Undanfarið hefur mikið verið rifjað upp um þessa frægu fjölskyldu. Gömul viðtöl verið dregin fram í dagsljósið og sögur skrifaðar. Allt kemur það í kjölfarið á heimildarmyndinni Leaving Neverland.