Carlton hefur ekki átt sjö dagana sæla

0
2518

Nýjasta raunveruleika stjarnan úr þáttunum Love is Blind hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan þættirnir fóru í sýningu.

Eftir að hann birti eftirfarandi skilaboð á instagram hjá sér var haft samband við 911 og lögreglan kölluð á heimili hans.

Er lögreglan kom heim til hans var hann skaðaður. Ekki er vitað nákvæmlega hverskonar meiðsl hann var með, eða hvort hann hafi skaðað sig sjálfur

Hann hefur nú sótt faglega ráðgjöf og er kominn í meðferð vegna þunglyndis sem hann fékk í kjölfar þáttanna. Hann sagði í reunion þættinum að hann fengi líflátshótanir á hverjum degi og í mörgum þeirra er hann hvattur til sjálfsvígs.

Carlton og Diamond felldu hugi sína saman í þáttunum en samband þeirra endaði hrikalega, eftir að Diamond komst að því að hann var tvíkynhneigður og hefði átt í ástarsambandi við menn og konur áður.

Þau handleruðu ástandið bæði mjög illa og enduðu sambandið og þáttöku sína í þáttunum í Mexíkó.

Eftir að þættirnir fóru í sýningu fóru internettröllin hamförum og byrjuðu að senda á þau bæði og sérstaklega hann, hin ýmsu ógeðslegu skilaboð.

Ég verð alltaf kjaftstopp. Hvernig getur einhver manneskja verið svo ljót að senda annarri að sú eigi að enda líf sitt. Svoleiðis framkoma er ofar mínum skilningi og ég vona að þú lesandi góður sért á sama stað og ég með þetta.

Carlton segist á vissan hátt sjá eftir því að hafa tekið þátt í þáttunum, og þá sérstakega sér hann eftir hvernig hann hagaði sér. Hann vildi óska að hann hefði verið heiðarlegur með kynhneigð sína frá upphafi. Hann þráði bara svo mikið að falla inn í hópinn og að Diamond myndi sjá hann fyrir þann sem hann er , en ekki hvern hann hefur elskað.

Carlton segir að upplifun hans eftir þættina sé vægast sagt hrikaleg:

,,It’s kinda embarrassing. I just feel like the world hates me now.”

Ég vona að hann sé með gott fólk í kringum sig og jafni sig fljótt.

Einnig vil ég ítreka við ykkur öll að það sem er sett á internetið er þar að eilífu. Enginn á skilið að fá ógeðsleg orð eða hótanir sendar til sín.

Myndaniðurstaða fyrir be kind gif

Það kostar ekkert að vera næs kids! Munum það! Og ef þú hefur einhverjar drastískar skoðanir á fólki…léttu þá á þér við mömmu þína eða ömmu. Jafnvel við spegilmyndina þína heima. Slepptu því að hamra á takkaborðið og senda ljót skilaboð.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.