Heimildarmyndin ,,This is Paris” um hótelerfingjann Paris Hilton kemur út þann 14. september á Youtube og það virðist vera að við séum aðeins að fá að skyggnast djúpt undir grímuna á ljóhærðu dömunni sem hefur yfirleitt farið mikinn í fjölmiðlum síðustu áratugi.
Kim Kardashian skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hafa verið í slagtogi með Paris og hún leit aldrei tilbaka. Paris greyið var skilin smá eftir í stjörnurykinu og hefur alla tíð búið til sérstaka ímynd af sér. Ímynd sem snerist um kynþokka, peninga, falleg föt og dýra hluti.
Paris hefur einnig alltaf gefið af sér þá mynd að hún sé kannski ekkert neitt sérstaklega klár. Hún sé bara rík og fræg útaf fjölskyldu sinni, sem er hin fræga Hilton fjölskylda sem á lúxushótel um allan heim.
Í þessari umræddu heimildarmynd gefur Paris aðra mynd af sér. Hún segir frá erfiðum uppvaxtarárum, þar sem hún var send í heimavistarskóla vegna erfiðrar hegðunar. Þar upplifði hún hræðilega tíma þar sem kennararnir beittu hana og önnur börn ofbeldi og oft á tíðurm kyrkingaraðferðum.
Ég spyr bara hver andskotinn var í gangi þarna og afhverju stoppaði enginn þessa stofnun?
Paris brotnar oft niður í myndinni og segir að hennar flótti hafi verið að búa til ,,her alter egó”, sem er Paris sem við þekkjum. I magabolum með glansandi sólgleraugu og skælbrosandi að segja ,,That´s hot!”
Paris er fædd árið 1981 í New York og fæddist inn í eina ríkustu fjölskyldu Bandaríkjanna. Hún byrjaði feril sinn sem fyrirsæta og varð í kjölfarið svokölluð ,, It girl”.
Árið 2001 lak kynlífsmyndband með Paris út, sem hún hafði gert með þáverandi kærasta sínum og má segja að það hafi skotið henni langt upp í stjörnurnar. Fór athyglin á Paris á flug og slúðurmiðlarnir elskuðu að fjalla um hana, ríka hótelerfingjann sem var að gera allt vitlaust.
Paris elskaði að láta þá fjalla um sig og gaf þeim stanslaust efni til að velta sér upp úr.
Í kjölfarið fór framleiðslan á raunveruleikaþáttunum Simple Life í gang, þar sem Paris var í aðalhlutverki ásamt vinkonu sinni Nicole Richie. Þeir snerust í raun um ekki neitt merkilegt. Þær að djamma og ferðast, living the good life, enda báðar fæddar með gullskeið í munni.
Það er dálítið merkilegt að horfa á söguna hennar Paris og svo söguna hennar Kim K hlið við hlið. Þær urðu báðar súperstjörnur slúðurmiðlana eftir að kynlífsmyndböndum var lekið af þeim, fengu báðar raunveruleikaþætti og urðu ógeeeeeeðslega frægar.
Paris hefur haldið vel á spöðunum í gegnum árin og gefið frá sér nokkur lög sem hafa fengið misjafna dóma, haslað sér völl sem plötusnúður- og actually góður plötusnúður
Hún er með 19 framleiðslulínur sem eru meðal annars ilmvatnsframleiðsla, föt, skór, snyrtivörur, skartgripir, nærföt og hundaföt svo dæmi séu tekin.
Einnig hefur hún gefið út bækur sem hafa orðið metsölubækur, leikið smá hlutverk í bíómyndum svo eitthvað sé nefnt.
Paris er metin á um 300 milljón dollara og er hún ein ríkasta fyrirsæta í heimi. Hún sagði eitt sinn í viðtali að hún hafi ákveðið í æsku að vinna mikið og verða farsæl í því sem hún tæki sér fyrir hendur, því þyrfti hún aldrei að biðja um neitt frá foreldrum sínum, sem voru víst mjög ströng í uppeldinu. Það heppnaðist hjá henni.
Ég er á þeirri skoðun að það sé mikið spunnið í Paris, við höfum bara aldrei fengið að sjá þá hlið. Hún hefur bara sýnt okkur það sem hún vill að við sjáum. Ég bind miklar vonir við að með þessari heimildarmynd munum við fá að skyggnast djúpt inn í sálina á Paris.
Ég veit ekki með ykkur en ég bíð spenntust eftir þessari heimildarmynd!!