,,The Clinton Affair” heimildarmynd

0
1432

Monica Lewinsky sem varð frægasta kona í heimi á einni nóttu fyrir að halda við valdamesta mann í heimi, Bill Clinton, kemur nú fram í nýrri heimildarmynd um framhjáhaldið.

Ég get alveg sagt ykkur það að ég er ÓGEEEEEÐSLEGA SPENNT fyrir þessari heimildarmynd sem verður sýnd í þremur pörtum.

Þar fer Monica í díteils um það hvernig samband þeirra byrjaði. Hún segist ekki hafa fallið fyrir honum strax, en það leið ekki á löngu þar til hún kolféll fyrir honum, og hún gerði mikið til að halda í athygli hans. Hann var búinn að spotta hana út einn daginn þegar hún klæddist grænni dragt. Hún segir að hann hafi horft á hana, haldið í hönd hennar lengur en hann þurfti og gefið henni undir fótinn. Daginn eftir brunaði hún heim i hádegishléinu sínu og fór aftur í grænu dragtina sem hann hafði tekið eftir henni í daginn áður því hún hafði fengið að vita að halda ætti óvænta veislu fyrir hann þann daginn.

Þegar sambandið var orðið eldheitt gaf hann henni gjöf sem henni þótti gríðarlega vænt um. Ritari forsetans fylgdi Monicu inn á skrifstofu sem var við hlið forsetaskrifstofunnar. Þar tók Bill á móti henni og gaf hann henni bókina Leaves of Grass, sem er víst bók sem fólk gefur ekki nema bera tilfinningar til viðkomandi. Ritarinn vissi greinilega hvað var í gangi -og allir aðrir, því Monica segir að ritarinn hefði komið sér fyrir í borðstofu sem var í næsta rými við skriftstofuna því þá væri s.s ekki hægt að segja að Bill hafi verið einn með henni.

Þau fóru svo tvö saman inn á klósett og áttu innilega stund…stundina þar sem Monica klæddist bláa kjólnum örlagaríka. Blái kjóllinn sem bletturinn kom á. Sæði Billa svo ég hendi þessu bara frá mér án þess að hika. Kjóllinn sem varð þess valdandi að heimurinn fékk að vita sannleikann þegar allt komst upp.

Hún segir að þegar hún horfi tilbaka finnist henni sorglegt að hugsa til þess að í stað þess að hún, sem var 22 ára á þessum tíma, væri úti að skemmta sér með jafnöldrum sínum, að þá hefði hún eytt heilu helgunum á skrifstofunni í Hvíta Húsinu, að bíða eftir að Bill hefði kannski samband við hana. En allir þeirra hittingar voru hans ákvarðanir og gat hún ekki hringt í hann sjálf.

Ég get alveg sagt ykkur það að ég ætla að dig into this og hlusta á hlið Monicu. Hillary hlýtur að bölva henni í hljóði…og upphátt núna.

Ég er alveg hissa á að Monica komi fram og segi sína sögu því hún hefur oft sagt að þetta mál hafi eyðilagt líf hennar í langan tíma eftir og var hún niðurbrotin eftir að fjölmiðlar um allan heim fóru hamförum um málið. Ég er nokkuð viss um að hún hefur fengið borgaðar fúlgur fjár fyrir að segja sína sögu og ég hlakka til að heyra fleiri sögur af Monnu og Billa!