The Queen Of Everything

0
1985

Jennifer Lopez er The Queen að mínu mati og hefur verið það í svo mörg ár núna að ég er hætt að telja.

J-Lo hefur verið við marga karlmenn kennd og má nefna Puff Daddy, Ben Affleck, Casper Smart , Drake og hjónaband með Marc Anthony sem gaf þeim tvíburana Emme og Max.

Ég var gríðarlega hissa þegar Marc og Jennifer byrjuðu saman, því ég var einhvernvegin ekki búin að ímynda mér að hann væri hennar týpa.

Svo þegar ég hugsa um það að þá á Jen sér enga ákveðna týpu. Hinsvegar fannst mér þau æðisleg saman og að hlusta á þau syngja saman var hrein unun- já ég er mögulega væmin núna, en ef þið hlustið á þetta myndband hér fyrir neðan, þá verðið þið bara að vera sammála mér!

Ást þeirra bar ávöxt þegar tvíburarnir Emme og Max fæddust og eru þau 10 ára gömul í dag.

En eins og svo oft í Hollywood, þá þarf að berjast fyrir ástinni og þessi ástarslagur varði því miður ekki að eilífu og skildu leiðir hjá þeim. Þau hafa samt haldið fallegum vinskap og eru i dag bæði í hamingjusömum samböndum.

Jen fann ástina á ný í stórum faðmi A-Rods, eða Alex Rodriguez, sem er hafnarboltalegend í Ameríkunni. Og vitiði, ég held að þau séu stóra ástin í lífi hvors annars. Ég held að núna sé hún Jen mín komin í fangið á manninum sem hún á að vera hjá AÐ EILÍFU!!!! 

Þau eru óhrædd við að sýna ást sína til hvors annars á samfélagsmiðlum og þau eru krúttlegust í heimi á instagram.

Þar sem ég er að followa þau bæði á þeim stóra miðli að þá poppa upp komment frá þeim undir myndir hjá hvort öðru and it melts my heart!!

Jennifer er frægasta stórstjarna í heimi, og hún fellur sko sannarlega undir categoriuna að vera STÓRSTJARNA.

Jennifer er 49 ára gömul og HEFUR ALDREI LITIÐ BETUR ÚT eða verið í betra formi. Hún er my ultimate girl crush og ég dáist svo af vinnuþolinu hennar og orkunni sem hún hefur til að gera allt sem hún gerir.

Hún er nýbúin að klára 3 ára samning í Las Vegas þar sem hún var með hvert showið á fætur öðru þessi þrjú ár og á meðan hún gerði það var hún líka að dansa og syngja á öðrum stöðum ,leika og koma fram.

This woman sko! Hún hefur líka alltaf verið laus við rugl og bull, þó að karlamálin hennar hafi oft endað á forsíðum slúðurblaðanna. ÉG BARA EEEELSKA ÞESSA KONU, og ég skora hér með á Senu Ísland að færa okkur Íslendingum eitt stykki Jennifer Lopez!

Alex hefur líka verið kenndur við frægustu konur í heimi og má þar nefna Demi Moore, Cameron Diaz, Madonnu og Kate Hudson. Hann spilaði fyrir hafnaboltaliðið Yankees áður en hann lagði hanskana á hilluni og starfar nú á íþróttastöðinni ESPN.

Hann á tvær dætur, 13 ára og 9 ára og hafa þær tekið Jennifer vel frá fyrstu kynnum.

Það er eitthvað fallegt við að sjá þessi tvö og að fylgjast með ástinni sem umlykur þá. Ég vona svo innilega að þetta Hollywood samband standist alla pressuna sem fylgir því að vera stórstjarna.

Ástarkveðja á ykkur kids!!