Tristan og Khloé fagna True- saman!

0
2339

True litla Thompson fagnaði 1.árs afmæli sínu í gær i Calabasas í faðmi fjölskyldunnar.

Khloé og Tristan sameinuðust á þessum stóra degi dóttur sinnar og héldu upp á daginn saman. Afmælisgleðin var töluvert íburðarminni en fyrsti afmælisdagur Stormi, sem er dóttir Kylie.

Regnbogar, einhyrningar, blöðrur, vel skreyttar kökur…og Tristan Thompson.

Er þetta i fyrsta sinn sem ég sé þau fyrrum hjúin saman komin eftir hinn mikla Jordyn skandal sem skók heimsbyggðina fyrir ekki svo löngu síðan.

Khloé ætlar að standa við orð sín.

Að láta ekki þeirra ágreining koma í veg fyrir samskipti þeirra feðginanna. Sem mér finnst fallegt. Það mættu fleiri taka sér hana til fyrirmyndar. En Khloé sagði nýlega að það væri sama hvað Tristan myndi gera henni (þá er ekki átt við ofbeldishegðun) , hún ætlaði aldrei að standa í vegi þess að True og Tristan gætu átt fallegt samband sína á milli.

Tristan er svoleiðis búinn að drulla yfir Khloé á skítugum skónum , public. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, en samt tekur Khloé þennan pólinn, og ég dáist að henni fyrir það.

Er líka ánægð með að Khloé afþakkaði allar gjafir til True, en bað fólk um að koma með gjafir sem færu á barnaspítalann.

Again- I take a bow Khloé! True vanhagar ekki um neitt í lífinu, og mun aldrei þurfa að hafa áhyggjur af fjárhag sínum. Virkilega fallegt af Khloé að taka þessa ákvörðun.

Annars þykir mér gaman að segja ykkur frá því að fyrsti IGTV Celeb þátturinn minn fer í loftið í þessari viku- á instagram auðvitað! Það er kominn tími til að taka þetta á næsta level kids!! Hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með!

Tune in á insta: evaruza – og ekki missa af neinu!