Dr. Karev hengir upp sloppinn

0
1889

Leikarinn ástsæli, Justin Chambers, úr þáttunum Grey´s Anatomy, sendi nýlega frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann væri að yfirgefa læknaþáttinn sem hefur farið sigurför um heiminn.

Hann er einn af upphaflegu leikurunum og er þetta því stórt skarð í leikarahópinn. Justin lék lækninn Alex Karev, sem mér fannst óþoooolandi í byrjun. Ógeðslega hvass og leiðinlegur við allt og alla. Með tímanum vann hann sér inn ást mína og dýrka ég hann í dag.

Við höfum svo sannarlega farið með honum í gegnum súrt og sætt á þessum 15 árum.

Hann var einn af bestu barnalæknunum á Grace+Sloan Memorial Hospital og hef ég miklar áhyggjur af því hver tekur stöðu hans núna eftir að hann hverfur á braut. Hver mun sinna börnunum? Hann var reyndar kominn yfir á annan spítala sem hann stjórnaði- en mér er sama. Hver sinnir börnunum, hver stýrir nýja spítalanum?

Tökum á 16 seríu lauk í nóvember á síðasta ári, þannig að við þurfum ekki að örvænta þó hann sé hættur, við eigum alveg smá inni hér á Íslandi.

Justin segir að ástæða þess að hann hverfur á braut sé einfaldlega sú að honum langi til að prufa nýja hluti. Hann er 50 ára gamall ( WHF!! MESTA BABYFACE Í HEIMI) , er giftur og á 5 börn. Hann segir að núna sé hans tími einfaldlega kominn að róa á önnur mið.

Myndaniðurstaða fyrir crying gif

Damn, I will miss him.

Við fáum sem betur fer ekki að vita hvernig brotthvarf hans verður skrifað inn, en ég vona að það verði ekki hörmulegur dauðdagi. Ég man hvað ég horgrenjaði þegar Derek dó. Viðbrögð mín við dauða hans voru rosaleg. Næsttum eins og ef mamma hefði dáið.

Ellen Pompeo hefur sent frá sér sín fyrstu viðbrögð við þessari ákvörðun hans:

Eins gott að eitthvað annað komi í staðinn. Búið að hirða af okkur Karev, McDreamy, McSteamy og George. Hvað verður næst?? Shonda, make it good.

View this post on Instagram

37 ára asskotans pæja með engan filter . Hvorki á þessari mynd, né í lífinu almennt – Lífsmottóið mitt er svo einfalt- að vera hamingjusöm og elska lífið. Eitthvað sem mér finnst ég hafa náð að halda í alla ævi. – Ég áttaði mig mjög ung á því að lífið er hverfult og getur kippt þeim sem maður elskar í burtu snöggt. Kannski fagna ég svona gríðarlega mikið hverju ári sem ég fæ í þessu lífi- (ásamt dass af athygissýki) útaf því? – Fyrir mér er aldurinn bara blabla. Ég hef aldrei verið i betra formi, aldrei unnið í jafn spennandi verkefnum og fólkið i kringum mig eru eintómir snillingar. Eitt af lykilatriðunum kids, er að umvefja sig með góðu fólki sem maður elskar af öllu hjarta- og elskar mann tilbaka. – Þetta er mögulega skellur fyrir ykkur sem hélduð að ég væri 27 ára, en ég lofa, ég var ekki svona mikil pæja þá😂😂😂. – 37 ára> and ready for what it has to give! ❤❤❤ (Takk mamma fyrir að kenna mér snemma að fara vel með húðina mína) . . . . . #sensai#sensaibeauty#sensaicosmetics#veromoda#veromodaiceland

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza) on