Kim og Kanye bjarga hverfinu sínu

0
1766

Kim og Kanye réðu til sín, sína eigin slökkviliðsmenn til að berjast við skógareldana sem hafa geisað í Kaliforníu. Kim og fjölskylda þurftu að flýja heimili sitt síðastliðinn föstudag eins og flestir vita, því húsið þeirra var í mikilli hættu.

Las ég svo að eldarnir hefðu náð inná lóðarmörk þeirra en stoppað þar.

Nú hefur  Kim sagt að ástæða þess að eldarnir stoppuðu þar sem þeir gerðu, sé vegna þess að þau hafi sent sitt eigið slökkviliðsteymi inná lóðina, sem grófu skurði allt i kringum húsið sem stöðvuðu eldana.

 Hefur einnig komið fram að þökk sé þessari ákvörðun þeirra hjóna, hafi þau bjargað mörgum húsum í hverfinu frá því að brenna. Hús Kim og Kanye stendur efst og ef eldurinn hefði ekki stoppað þarna þá hefði hann skriðið niður hverfið og brennt allt sem a vegi hans væri.

Well done  Kimmy!

Skógareldarnir halda áfram að éta upp heilu hverfin og hrikalegt að fylgjast með þessu gerast. Líkist einna helst hræðilegri armageddon bíómynd.