Mun Chyna þurfa að borga Rob meðlag?

0
1797

Ég held að mama Kris þurfi að fara að rífa upp veskið ef sonur hennar Rob Kardashian er farinn að sækjast eftir meðlagi frá Blac Chyna.

En í desember munu þessir fyrrum elskhugar hittast fyrir dómara ,þar sem Robert fer fram á meðlag frá Chyna þar sem hún sé orðin mun betur efnaðari en hann. Hann heldur því fram að hún sé búin að efnast svo mikið á því að fara í viðtöl til að ræða þeirra skilnað og allt það drama sem var í kringum hann.

Lögfræðingar Robs hafa reiknað út að miðað við innkomu Chyna og innkomu Robs eigi Rob rétt á  $2,864 dollurum í meðlag. Ég mundi nú halda ef ég þekki mína konu rétt, að Kris Jenner finnist þetta nú fyrir neðan virðingu Kardashian klansins að sonur hennar verði upp á Chyna kominn í meðlagsgreiðlsum. Og þá einungis vegna þess að Chyna er enginn vinkona þessara fyrrum tengdafjölskyldu sinnar.

Samningur Robs upphaflega við sjónvarpstöðina E! um þáttöku hans í KUWTK tryggðu honum 1 milljón dali í laun, en þar sem Rob hefur alveg sagt skilið við það að birtast í þeim þáttum, þarf hann að græja sér pening annarsstaðar.

Ég held nú reyndar að drengurinn sé alls ekki á flæðskeri staddur og þurfi ekki á þessum tæpu 3000 dollurum að halda frá Chyna, en það er bara mitt mat og hvað veit ég?