0
1153

Persónuleg færsla coming up!

Það vita þeir sem þekkja mig vel að Hollywood hefur verið ástríða hjá mér síðan ég var ca.15 ára gerpi. Ég byrjaði feril minn sem pistlahöfundur á  virðulegri blogspot síðu þar sem ég hamraði lyklaborðið af miklum móð og skrifaði fréttir af frægum.

Seinna meir færði ég mig yfir á bloggar.is og áfram hélt blætið mitt fyrir Hollywood. Ég veit ekki nákvæmlega hvaðan þessi áhugi kom, en ég hafði alveg frá ég var yngri haft sjúklega mikinn áhuga á öllum sem voru frægir. Stóri draumurinn minn var meira að segja mjög stór- að verða það fræg að ég myndi lenda í ,,Hverjir voru hvar” dálkinum í Séð og Heyrt.

The Office Dying Of Laughter GIF - TheOffice DyingOfLaughter SteveCarell - Discover & Share GIFs

Rosa metnaður. En það mætti kannski segja að ég hafi náð þeim draumi með tímanum…

Ég hef nefninlega unnið mikið með það að henda draumunum mínum út í kosmósið og bíða eftir að þeir komi til mín á fullum krafti tilbaka.

Frá bloggar.is fór ég yfir á Króm.is og hélt áfram að fjalla um hina ríku og frægu. Það var svo fyrir um einu og hálfu ári sem ég opnaði þessa síðu sem hefur reynst mér vel. Ég get alveg eytt heilu kvöldunum í að skrifa og vafra um Hollywood miðlana mína. Ég á mér alveg draum sem er í kosmósinu og kannski kemur hann einn daginn til mín.

Nú hefur einn draumur enn ræst hjá mér, en rödd mín ómar reglulega yfir daginn á K100 þar sem ég færi ykkur fréttir af frægum. Ég les fréttirnar með mínu nefi og leyfi mér að sletta hér og þar ,og spæsa fréttirnar upp með mínum eigin skoðunum. Það sem ég elska við að fá að lesa fréttirnar fyrir K100 er akkúrat það, að ég þarf ekkert að breyta mér.

Ég fæ algjörlega að leika lausum hala og þarf ekkert að passa í neitt box.

Ég er hvergi nærri hætt að hamra lyklaborði, screenshoota fréttir og bomba þeim í instastory, nú eða skella mér live til að blaðra um heim hinna ríku og frægu.

Hækkið í gleðinni og stillið á K100 kidz!!!