6$ kórónan seld hæstbjóðanda- á $600.000

0
924

Kórónan sem Notorious B.I.G skartaði á sinni síðustu mynd árið 1997 hefur verið seld hæstbjóðanda á um 600.000 dollara hvorki meira né minna.

Rapparinn sem var 24 ára gamall þegar hann lést var skotinn til bana þrem dögum eftir að þessi iconic mynd var tekin af honum. Hann sat fyrir á tímaritinu King of New York og var Diddy Combs ekki viss um hvort að kórónan væri málið í myndatökunni. Hafði hann áhyggjur af því að hann myndi líta út eins og Burger King auglýsing.

Biggie var hinsvegar meira en til í að skarta kórónunni og myndatakan fór fram. Þessi mynd af Biggie varð í kjölfar dauða hans ein stórkostlegasta mynd af rappara sem hefur verið tekin (segir bransinn).

Sonur Biggie henti kórónunni á uppboð og streymdi uppboðinu á instgramminu sínu. Hljóðaði hann upp yfir sig þegar talan hækkaði, svo hissa var hann. Hann sagði margoft, guð minn góður, veit fólk ekki að þetta er plastkóróna. Heyrist þá í vini hans segja að þessi kóróna væri one of a kind- og hún væri árituð.

Endaði uppboðið í 594,750 dollurum. Plastkóróna… tæpar 82 milljónir takk fyrir pent!

Previous article
Next articleHver fer í jakkafötin?
Eiginkona, mamma, Hollywood Expert (heimatilbúinn titill) skemmtikraftur, blómskreytir, bloggari & áhrifavaldur. Mun láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar hér inni....og mun einbeita mér að lífi fræga fólksins sem staðsett er um allan heim!! Hollywood here we come!