Aðdáendur Beyoncé eru alveg brjálaðir núna yfir þeim fréttum að Ariönu Grande hafi verið borgað 8 milljón dollarar fyrir að koma fram á Coachella hátíðinni, á meðan Bey var ,,einungis” borgað 3-4 milljón dollarar.
Samvkæmt Business Insider , var Beyoncé borgað þessi upphæð fyrir atriðið sitt í fyrra. Það vita allir sem fylgjast með, hversu mikið Bey leggur í showin sín, og ég hefði haldið að hún væri on top.
Í nýju heimildarmyndinni sinni á Netflix, Homecoming, sýnir Beyonce frá undirbúningi sínum að þessum comeback tónleikum.
Hún kom sér í form eftir að hafa þurft að fara í neyðarkeisaraskurð með tvíburana. Tók það gríðarlega á hana, en þegar hún mætti á svið tóku aðdáendur andköf, coz da Queen was back! Og þetta var ekki show hjá henni á Coachella, þetta var flugeldasýning.
Ariana er sú heitasta í bransanum núna, but god damn. Beyonce er da Queen! Beyonce var fyrsta blökkukonan sem hefur komið fram á Coachella sem aðalnúmerið.
Nokkrir hafa meira að segja tvítað og sagt að þetta sér : “white privilege”.- eða forréttindi hinna hvítu. Ég er alveg ósammála þessu, og finnst óþarfi að blanda kynþætti inn í þetta. Ég veit að Bey samdi líka við Netflix og á heildina litið rakaði hún inn fleiri millz en Ari fyrir Coachella.
Performancinn hjá Ariönu var fullur af tæknilegum mistökum, oft á tíðum sungu þeir sem komu fram með henni ekki í réttri tóntegund, og var talað um lélega lýsingu á sviðinu.
Er þá einnig rætt á sama tíma að þetta hefði aldrei gerst hjá Beyoncé, því hún er fullkomnunarsinni í öllu sem hún gerir.
Coachella paid more for Ariana Grande than they did Beyoncé and this is what they got… pic.twitter.com/BHisvH8Hrv
— CorEy-spondent (@CoreyPTownsend) April 19, 2019
Ég viðurkenni að það er vont að horfa á þetta hjá Nicki og Ari!
Billboard heldur því hinsvegar fram að Beyoncé hafi fengið um 8-12 millur fyrir Coachella.(og er þá ekki Netflix samningurinn tekinn með)
Coachella hátíðin er ein sú stærsta í heimi og rakar inn um 114 milljón dollurum, eða tæpum 14 milljörðum íslenskra króna í miðasölu, og er alltaf uppselt. Þá er ekki tekið með í upphæðina ágóðinn sem kemur af mat, drykk, tjaldsvæðinu og öllu öðru sem er í gangi.
Eruði ekki örugglega öll að fylgjast með á instagram? Hollywood Fréttir Með Evu Ruzu! Tveir þættir komnir í loftið…og fleiri á leiðinni!