Ariana opnar sig um áfallastreituröskun

0
1880

Ariana Grande opnaði sig um áfallastreituröskun sína á instagram um daginn og sýndi þar heilaskanna myndir sem voru teknar af höfði hennar ,við hlið heilbrigðra mynda.

Arianator herinn hennar, eins og dyggir aðdáendur hennar eru kallaðir, fengu áfall og hrúguðust kveðjurnar til hennar.

Ariana birti skilaboð degi seinna og sagðist ekki hafa ætlað að valda aðdáendum sínum áhyggjum. Hún vildi frekar hvetja fólk til að hlusta á líkamann sinn og minna sig á að við erum öll mannleg með alla okkar kosti, galla og veikleika.

Ariana er gríðarlega opin við aðdáendur sína og hreinskilin, og er dugleg að tvíta til baka til þeirra sem senda henni skilaboð á twitter.

Einn skrifaði í gær þetta: “Music is your therapy and I love seeing it heal you.”. Flestir hefðu kannski búist við að Ari myndi svara þessu einfaldlega játandi en hún svaraði : Making it is healing, performing it is like reliving it all over again and it is hell.”

Ariana semur tónlistina í takt við það sem gerist í lífi hennar eins og svo margir listamenn. Sækja innblástur í eigin tilfinningar og upplifanir. Ariana hefur átt erfiðasta ár lífs síns, eftir að fyrrum unnusti hennar, Mac Miller, dó skyndilega í lok síðasta sumars af völdum ofneyslu fíkniefna.

Það tók gríðarlegan toll á Ariönu, sem var búin að reyna allt sem hún gat til að hjálpa honum. Eða allt þar til hún gafst upp og sleit trúlofun sinni við Mac. Stuttu seinna byrjaði hún með grínistanum Pete Davidson. Eftir andlát Mac flosnaði upp úr sambandi Ari og Pete, og hefur hún látið hafa eftir sér að Mac hafi verið stóra ástin í lífi hennar.

Mér finnst þessi performance sjúll hjá þeim! Love sko!

Hún hefur verið opin með hversu erfitt henni hefur þótt að halda áfram eftir Mac og eru mörg af lögum hennar á einn eða annan hátt um hann. Þannig að ég skil Ari. Hún semur lögin og vinnur úr tilfinningum sínum með því…en þegar hún syngur þau svo fyrir fjöldann þá upplifir hún allan sársaukann aftur.

Það tekur það enginn af Ari að hún er ein sú allra duglegasta í bransanum í dag, og var til að mynda yngsti tónlistarmaðurinn í sögu Coachella til að koma þar fram. Hún hefur einnig sagt að það muni ekkert stoppa hana, og hún muni komast yfir allt með aðstoð aðdáenda sinna.

Ariana heiðraði minningu Mac á Coachella á margvíslegan hátt. Hún bar meðal annars hálsmen sem hann átti um hálsinn, og kom fram í treyju sem hann átti. Breaks my heart.

Ariana er svipuð og Justin Bieber ef maður horfir til aðdáendanna. Þau tvö eiga að ég held, stærstu og dyggustu aðdáendur out there.

Herinn hennar Ariönu er kallaður , eins og ég sagði  hér fyrir ofan ,,Arianators” og Justins, ,,Beliebers”. Það virðist vera sama hvað kemur upp á, hvað gerist, þessi dyggi hópur er mættur með backup whenever. Ég hef aldrei séð svona í kringum neina aðra listamenn. Ekki JT, Bey, eða Bruno. Auðvitað eiga þau öll milljónir aðdáenda, en  það er eitthvað next level dæmi í kringum Ari og Biebs. Gæti jafnvel kallað þetta ,,cult” að vissu leiti.

Ég er team Ariana og vona að hún jafni sig fljótt. Ég verð henni ævinlega þakklát fyrir að hafa bringað til mín þessum performance.