Allir eru vinir. Hjúkk

0
2422

Fréttamiðlar hafa farið hamförum með þá frétt að Harry og Meghan séu að flytja úr Kensington höll vegna ósættis við William og Kate.

Sunday Mirror birti hinsvegar í dag þá frétt að ástæða flutningsins sé einungis sú að þau vilja stækka við sig og fá rými fyrir mömmu Meghan, hana Doris. En hún dvelur mikið hjá þeim og mun aðstoða með Evu litlu prinsessu(ég er búin að skíra barnið muniði) sem á að fæðast í apríl 2019.

Er það tekið sérstaklega fram að það sé ekkert ósætti milli þeirra bræðra.

Ó HALELÚJA! Ég hefðu orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum ef svo hefði verið.

Þá vitum við það. Stærra rými og meira næði. Ekkert rifrildi