Kim K er drottning lúxussins, sá titill verður ALDREI tekinn af henni.
Hún skildi aðdáendur sína eftir með hökuna niðri í bringu þegar hún sýndi frá ferðamáta hennar og Kanye. En það dugði hvorki meira né minna en Boeing 747 þota…. Á TVEIMUR HÆÐUM!! Kim segir að það dugi ekkert minna enn breiðþota sem tekur 660 manns í sæti fyrir Kanye.
Kim with no shame in her game, tók upp símann og sýndi frá öllum herlegheitunum í instastories hjá sér. Við erum að tala um hjónaherbergi, líkamsræktarsal, leikjaherbergi, setustofu, borðstofustofu, bar og svo mikið af allskonar í viðbót sem ég bara næ ekki utan um. Ok ef þú ert filthy rík og ferðast með einkaþotu með rúmi í….en for crying out loud Kim!! Þarna segi ég stopp. Bara það að starta þessari þotu kostar margar milljónir. Alls ekki þess virði að eyða ósonlaginu með Boeing 747 þotu undir rassinn á ca. 15 manns. Max 20.
Ohh well, en ef við ættum ekki eina Kim, að þá fengjum við aldrei að sjá inní svona lúxusþotu, þannig að Kim, takk.