Annáll 2019!

0
1678

Eins og sannri fréttakonu sæmir, að þá er að sjálfsögðu mikill metnaður lagður í helstu fréttir þessa árs.

Hvað gerðist í heimi hinna ríku og frægu árið 2019?

Ætli ein allra stærsta fréttin sé ekki mútuskandallinn sem flekkaði orðspor tveggja stórra leikkvenna í Hollywood, þeirra Lori Loughlin og Felicity Huffman.

Þær mútuð háskólum með stórum fjárhæðum, eða 500.000 dollurum , til að dætur þeirra fengju aðgang að háskólum.

Mun fleiri voru flæktir í þetta mál, en þær voru stærstu nöfnin. Málið hafði gríðarlega stór áhrif á þessar annars flekklausu konur og beið nafnorð þeirra hnekki.

Breska konungsfjölskyldan eignaðist enn einn erfingjann við mikinn fögnuð fólksins í Bretlandi- og víðar. Ég fagnaði til dæmis gríðarlega mikið með Bretunum. Meghan og Harry nefndu litla prinsinn Archie- en þau ákváðu, að þrátt fyrir að drengurinn væri svo sannarlega prins, að þá myndi hann ekki bera neinn konungstitil. Þau hafa verið óhrædd við að fara sínar eigin leiðir og beygja og sveigja reglurnar í allar áttir.

Meghan hefur hinsvegar ekki átt sjö dagana sæla í bresku pressunni og hafa slúðurmiðlar tætt hana í sig við hvert tækifæri. Ég vona að árið 2020 gefi henni smá frið.

Sú harmafregn barst á árinu að elsku vinur okkar allra, Luke Perry væri látinn. Hann lést í byrjun mars eftir að hafa fengið stórt heilablóðfall. Hann komst aldrei til meðvitundar eftir það og lést nokkrum dögum seinna. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dylan í Beverly Hills og fyrir hlutverk sitt í þáttunum Riverdale.

Svakalegasti cheating skandall ársins dúkkaði upp þegar helvítið hann Tristan Thompson setti allt í upplausn í Kardashian klaninu. Hann fór í sleik við Jordyn Woods, sem var æskuvinkona og jafnframt besta vinkona Kylie Jenner.

Reyndar setti þetta allt á hliðina í mínu Hollywood lífi líka, því ég skrifaði eins og óð manneskja um allt sem viðkom þessu máli.En þetta var gríðarlegur skellur sem átti eftir að draga dilk á eftir sér.

En það var ekki allt í framhjáhaldi eða mútumálum, því Alex Rodriques henti einum feitum demant á baugfingurinn á Jennifer Lopez. Hringurinn er metinn á 1,8 milljón dollara og verður þetta fjórða brúðkaup J-Lo.

R. Kelly átti hrikalegt ár í kjölfar heimildarmyndar sem var sett í loftið og fjallaði um barnagirnd hans og kynferðislegt ofbeldi gagnvart konum. Málið vatt gríðarlega upp á sig og hver konan á fætur annari kom fram með ásakanir á hendur honum sem virðast allar vera  dagsannar. Málið er enn í gangi og nokkuð ljóst að ferill hans sem tónlistarmaður er búinn. Spotify tók öll lögin hans út af tónlistarveitunni og margar útvarpsstöðvar um allan heim hafa gert slíkt hið sama.

Söngkonan Adele skildi við eiginmann sinn Simon Konecki eftir 7 ára samband. Eiga þau einn son saman sem heitir Angelo. Samkvæmt heimildum skrifuðu þau ekki undir kaupmála þegar þau giftu sig ,og deila þau forræði með syni sínum.

Kylie Jenner , 21 árs, var krýnd yngsti selfmade billjónerinn samkvæmt Forbes og skákaði þar Mark Zukerberg, stofnanda Facebook,  sem var 23 ára þegar hann hlaut þann merka titil.

Þrátt fyrir billjónir og vellystingar, að þá kaupir maður víst ekki ástina, og skildi Kylie við barnsfaðir sinn, Travis Scott á árinu.

Rapparinn Nipsey Hussle var myrtur um hábjartan dag fyrir utan fataverslun sína í miðbæ L.A. Hann var 33 ára gamall og hafði unnið með öllum stærstu nöfnum innan tónlistarbransans- Beyonce, Jay- Z, Snoop Dog, Stevie Wonder og fleirum.

Bradley Cooper skildi við barnsmóður sína, Irinu Shayk á árinu og bjuggust margir því að hann myndi enda í sleik við Lady Gaga.

Það gerðist hinsvegar ekki, þrátt fyrir að Lady Gaga hafi einnig skilið við unnusta sinn, Christiano Carino.

Fleiri skilnaðir urðu á árinu, en Miley Cyrus og Liam Hemsworth skildu í ágúst við mikið sjokk frá mér. Miley var fljót að byrja í sleik við annað fólk og olli mér gríðarlegum vonbrigðum með hegðun sinni. Liam hinsvegar sleikti sárin í Ástralíu í öruggum faðmi bróður síns, Chris Hemsworth.

Kevin Hart var heppinn að lifa af hræðilegt bílslys snemma morguns í september. Slysið átti sér stað vegna glæfraaksturs og er Kevin hægt og rólega að ná sér og byrja aftur að vinna.

Ég gæti svo sannalega setið og skrifað í allan dag um allt það sem mér fannst fleira merkilegt á árinu, en þá myndi það enda eins og ein góð Harry Potter bók. Ég hvet ykkur til að fara í browserinn hér fyrir ofan og fletta í gegnum fréttirnar sem ég hef skrifað á árinu.

Image result for thank you gif

Takk fyrir að lesa þessar mikilvægu fréttir sem ég færi ykkur reglulega á þessari litlu síðu minni, sem er samt að orðin svo stór. Ég lofa ykkur því að árið 2020 verður stórt ár í heimi hinna ríku og frægu, því það er sjaldan lognmolla í kringum þetta lið.

Árið mitt verður líka stórt, því sjónvarpsþættir með mig í fararbroddi hefja göngu sína í febrúar í Sjónvarpi Símans og er ég hrikalega spennt fyrir því að sjá vinnuna enda á skjánum. Klárlega mitt stærsta verkefni í skemmtibransanum. Ég byrja svo fulla ferð áfram í janúar að skemmta útum allar trissur, innanlands og erlendis, og get ekki beðið eftir að sjá hvað 2020 hefur in store for me!

Takk kids fyrir allt feedbackið og gleðina sem þið sendið mér í gegnum samfélagsmiðlana mína ! Ég kann svo mikið að meta það!

Hollywood Fréttirnar á IGTV snúa svo sterkar til leiks strax á nýju ári. Fylgist vel með á gramminu mínu: evaruza

One love alltaf