Don´t F**k This Up – fokkaðist upp..

0
1367

Kevin Hart, leikarinn smái og uppistandarinn, sendi nýverið frá sér 6 þátta heimildarseríu , ,,Don´t Fuck This Up” á Netflix.

Image result for dont fuck this up

Þættirnir fjalla um líf hans bakvið tjöldin ásamt því að taka á tveimur stórum málum sem hafa komið upp hjá honum. Framhjáhaldið og Óskarsverðlauna fíaskóið.

Ég, sem fréttakona, tók að sjálfsögðu seríuna nánast í einum rikk og horfði með galopinn munn og augu á þetta. Ég . Skil. Ekki. Neitt!! Vill maðurinn rústa orðspori sínu?

Ok, í fyrsta lagi, ég var búin að gleyma framhjáhaldinu sem átti sér stað i Vegas 2017- en Kevin reif allt upp um málið og ég hugsaði :,, er eitthvað að þér maður?”. Í viðtali í þættinum segir hann basically að ástæða þess að hann hafi haldið framhjá, sé að his gang, vinir hans sem ferðast með honum um heiminn, hafi ekki komist með honum. Þessvegna hafi hann fokkað upp- literally. (Konan hans var btw. kasólett af barninu þeirra þegar hann put his dick into another woman. Já, ég segi það bara eins og það er!!)

S.s. ef þeir hefðu verið með ,þá hefði hann aldrei haldið framhjá. UUUUU OK Mr. Grown Ass Man. Ekki taka ábyrgð á gjörðum þínum.

Hann í rauninni segir að þetta sé ekki honum sjálfum að kenna. Heldur hafi vinir hans ekki verið á staðnum til að stoppa hann. Málið komst upp eftir að vinur í hans nánasta hring tók framhjáhaldið upp og reyndi svo að múta Kevin.

Allt í einu snýst svo allt þetta framjáhald um- að Kevin hafi verið svikinn. Ekki eiginkonan, heldur Kevin. Því ,,vinur” hans tók allt upp. Annars hefði þetta náttúrulega aldrei komist upp. Kevin neitaði á sínum tíma að hafa haldið framhjá- allt þar til myndbandsupptakan fór viral. Allan tímann sem framhjáhalds málið er í brennidepli, eru vinir hans að ræða hvernig það þurfi að hlúa að Kevin á þessum erfiða tíma- því vinur hans hafi náttúrulega svikið hann.

Image result for wtf gif

WTF!!! Ok, ég verð meira að segja aftur smá brjáluð að skrifa þetta niður.

Áfram halda svo þættirnir, frekar stefnulausir ef ég er alveg hreinskilin og engin sérstakur söguþráður í gangi. Skrifstofan hans…nennir hann að taka til á henni næst þegar hann fer í gerð á svona þáttum. Útúrdúr- en stakk mig í augað.

Svo veður hann í Óskarsverðlauna málið. En við fáum að sjá gleðina sem greip hann þegar hann fékk símtalið um að hann yrði kynnir á Óskarsverðlaununum- halló draumur Evu Ruzu.

Mjög stuttu seinna fáum við að sjá hneykslunina sem grípur hann eftir að gömul tvít fara að birtast aftur, þar sem hann fór óvarlega og særandi með orð sín í garð samkynhneigðra. Tvítin voru um 10-11 ára gömul og átti hann ekki orð yfir að þau væru dregin upp.

Ok, ég trúi honum alveg þegar hann sagði að í dag væri hann breyttur maður og í dag væri þankagangur hans alls ekki á þessa leið. Ég gef honum það.

Hann er blökkumaður og ætti að vera maður sem skilur fordóma og hvernig það er að verða fyrir þeim.  Heimur samkynhneigðra logaði í kjölfarið og god damn, hann fór svo kolvitlausa leið í afsökunarbeiðni sinni.

Óskarsverðlauna akademían setti honum s.s. þau skilyrði að hann skildi biðjast afsökunar á þessum gömlu tvítum og loka málinu þannig. Ef ekki, að þá yrði hann því miður að gefa kynnishlutverkið frá sér. Sem hann gerði.

Hann ætlaði sko ekki að biðjast afsökunar, því hann hefði gert það síðast þegar þessi tvít fóru í birtingu fyrir nokkrum árum síðan. Við áttum í raun bara að lesa á milli línanna að hann væri sorry. Ég er nokkuð viss um að ef Kevin hefði lesið kynþáttaníðs tvít þá hefði hann brugðist öðruvísi við. Hann virtist bara ekki skilja alvöru málsins, þrátt fyrir að allt hans teymi væri að reyna að slá því inn í hausinn á honum. Þrjóskari en andskotinn.

Í lok þáttaraðarinnar segir hann í viðtali, þegar 6 mánuðir eru liðnir frá Óskarsverðlaununum, að hann hafi haft rangt fyrir sér. Hann hefði átt að hlusta á fólkið sem stóð honum næst, og þetta væru mistök sem hann myndi læra af. Ég gat alveg séð eftirsjána hjá honum , og að hann var mjög leiður yfir þessu máli og hvernig hann handleraði það.

Þættirnir hafa fengið slæma útreið hjá áhorfendum, og allt sem ég skrifa hér að ofan er samantekt úr mínum eigin huga og dómum. Allir virðast á sama máli. Kevin hefði átt að sleppa þessu, því þeir sýna  hann í mjög slæmu ljósi. Hann er montinn, þrjóskur, oft á tíðum dónalegur við vini sína og mjög upptekinn af því að verða billjóner. Eins og peningar séu allt sem skiptir máli.

Ég hef verið mikil Kevin fan og fór meðal annars á uppistandið hans í Laugardalshöll í fyrra og það var geggjað.

EFtir að hafa séð að þessi smávaxni, háværi maður, er í raun ekkert svo spes týpa féll álit mitt eilítið á honum. Ég held ég muni samt sem áður ekki hætt að sjá bíómyndirnar með honum. Jumanji er t.d sjúklega skemmtileg- en mér getur líkað við leikarann sem hann er, þó að persóna hans sé ekkert sérstök.

Ég vona að eiginkona hans Eniko standi aðeins meira með sjálfri sér. Hún virkar mjög einmana og leið í augunum sínum og virðist vera mikið ein að sjá um börnin. Hann er annaðhvort í ræktinni, á fundum eða að túra. Ég vona að Kevin sjái sjálfan sig og mögulega mann sem hann vill ekki vera. Mér finnst eitt spes sem hún segir í sambandi við framhjáhaldið ,, Third strike and you are out”- Ha? Er ekki bara second strike? Ætlar hún að gefa honum option með 3 framhjáhöld? SKil ekki.

Batnandi mönnum er best að lifa og allt það.

SVo er náttúrlega það eina sem skipti máli í lífinu, að vera góð við hvort annað.

View this post on Instagram

Gleðilegt ár my sweet people❤ Miljević systur tóku yfir Gamlárskvöld, og svona fór það: – •Forréttur-✅ – •Aðalréttur- ofelduð Wellington steik því Eva Ruža stillti skeiðklukkuna vitlaust😂 (god damn woman). – •Sósan var fín yfir og allir gátu kyngt og það er það sem við tökum með okkur frá þessu kvöldi. – •Það er pappír undir wellingtonsteikinni – það á að taka hann af…… sem ég gerði ekki. Smá vesen eftir á😂. Ætti að standa í leiðbeiningum. – Annars heeeeeld ég að mamma hafi verið sátt. Kemur í ljós eftir 364 daga hvar næsta gamlárspartý verður haldið😂 – 2019 var risastór hjá mér persónulega og náði ég að tékka út allt á listanum sem ég skrifaði í upphafi árs. Ég get ekki beðið eftir nýju bókinni sem er að byrja og er með 365 auðar bls. P.s. ég á afmæli eftir 4 daga, verð 37 ára og hef aldrei verið betri 😂👩‍🦳 – Takk fyrir samfylgdina, öll skemmtilegu skilaboðin, ástina og hlýjuna. Það er ekkert skemmtilegra en að fá þann heiður að gleðja ykkur öll, sama hversu mikið og lítið það er. Ævintýrin bíða kids! . . . . . . #sensai #sensaicosmetics#newyearseve#newyear#2020#zaradress#zara

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza) on

Previous articleAnnáll 2019!
Next articleBarbie…en ekki Ken.
Eiginkona, mamma, Hollywood Expert (heimatilbúinn titill) skemmtikraftur, blómskreytir, bloggari & áhrifavaldur. Mun láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar hér inni....og mun einbeita mér að lífi fræga fólksins sem staðsett er um allan heim!! Hollywood here we come!