Bachelor in Paradise- longest season of them all

0
2587

Þá er að koma að leiðarlokum í Paradís og vekur það yfirleitt upp blendnar reality tilfinningar hjá mér, því vanalega vil ég aldrei að þessir þættir endi.

En í ár er önnur ella. Í ár er ég í fyrsta sinn að upplifa tilfinninguna: ,, ætlar þetta að teygjast að eilífu?”

Í ár hefur mér fundist söguþráðurinn heldur þunnur í Paradís. Mér finnst ég hafa horft á of mörg scriptuð atriði- og fjandinn hafi það, hvar voru öll magical deitin???!!!

Ha?

Í síðasta þætti horfði ég á Hönnuh G og Dylan fara á deit…Í FRIGGIN BARNAAFMÆLI? Hver fjandinn! Afhverju voru þau ekki send í teygjustökk, fallhlífarstökk, upp á foss í þyrlu þar sem þau hefðu getað farið í sleik í vatnsdropunum? Barnaafmæli sem skildi ekkert eftir sig.

EIna fúttið sem ég upplifði var þegar Dean rakaði af sér skeggið og mætti aftur til að vinna Caelynn tilbaka. Ég hélt aldrei að ég yrði Team Dean og hvað þá Team Caelynn- but god damn I am rooting for them. Vil helst að þau giftist.

Eitt sem ég hef velt mikið líka fyrir mér er aumingjans Blake. Elsku kallinn mætti á ströndina, tilbúinn að upplifa besta sumar lífs síns. Í staðinn var mannorði hans nánast rústað af Caelynn og Kristinu…. sem að urðu svo allt í einu vinkonur hans og ferlega næs við hann. Ég upplifði svo mikið hatur frá Caelynn í hans garð í upphafi, sem að hvarf svo nánast bara eins og ekkert hefði komið upp á.

Mér hefur einnig fundist pörin vera roooooooossssaaaaleeeeeeeega innihaldslaus. Mesta fúttið var þegar Hannah sveiflaðist á milli Blake og Dylan. Um leið og hún uppgötvaði ást sína til Dylans, var þetta í raun búið. Ég upplifði líka að mörg pör, og margir einstaklingar týndust í öllu ferlinu. Sem var smá glatað.

Skulum reyndar alls ekki gleyma atriðinu þegar Jordan og Christian slógust því Jordan reif niður helv pinata-ð hans Christians. Ég mundi kalla það the highlight of my tv life í þessum Paradísarþáttum. Það var veisla!!!!! Fer aftur að hlæja þegar ég hugsa um þetta.

 Demi og Kristian. Ha? Ég er all for the fjölbreytileiki, ástin lifir og allt það. EN AFHVERJU, ONCE AGAIN, FÓRU ÞÆR EKKI HEIM?? Dean mætti í Parardís og vann Caeylinn aftur- og yfirgaf ströndina. Afhverju í fjandanum fóru þær ekkki heim? Í ljósi þess að Kristian var alls ekki af BachelorNation. Mér fannst þetta dæmi alls ekki ganga upp- og get pirrað mig mjög mikið á því. Elska samt Demi, but girl, you should have gone home.

View this post on Instagram

Yaaaaaaaas Queen

A post shared by John Paul Jones (@johnpauljonesjohnpauljones) on

Tayshia og JPJ- undarlegasta ástarsaga sem ég hef orðið vitni af á ströndinni. Hafði enga trú á þeim, þoldi JPJ ekki á tímabili, Dereks tímabilinu, en svo vann hann mig aftur yfir á sitt band. Ég held að þeirra saga sé ekki búin þó að allt líti út fyrir það.

Clay og Nicole

Chris og Kate – þurrustu týpur í heimi held ég, eða þið skiljið. Alls ekkert spennandi pör.

Ég mun þó aldrei hætta að horfa á Paradísina, því þetta er þrátt fyrir geggjað tv. Eftir um mánuð rúllar svo af stað Temptation Island, season 2- og ég held varla vatni af spenning! ÞAð gott fólk, er REALITY AT ITS FINEST!!!