Dr. Oz feeling guilty

0
1733

Dr. Oz- sjónvarpslæknirinn frægi sem sér um þáttinn ,,The Dr. Oz Show” hefur greint frá því að móðir hans, Suna Oz, sé með Alzheimer- og að hann sjálfur beri Alzheimer genið.

Hann er reiður sjálfum sér fyrir að hafa ekki tekið eftir einkennunum sem móðir hans sýndi fyrren sjúkdómurinn var kominn ansi langt hjá henni. Faðir hans dó í febrúar og var fráfall hans, móður hans þungbært. Hann skrifaði einkennin sem voru farin að birtast hjá henni, á áfallið. Hún átti erfitt með að finna orð og klæddi sig undarlega , en samt náði Oz og systur hans ekki að leggja saman tvo og tvo.

Oz útskýrir að Alzheimer sé í raun eins og snákur sem skríður um í grasinu, þú sérð ekki snákinn fyrr en allt í einu.

Hann segir að móðir sín sé meðvituð um að eitthvað sé í gangi hjá henni, en viti í raun ekki hvað það sé. Oz segist hafa átt í mikilli baráttu við sjálfan sig um það hvort hann ætti að deila þessum fréttum, en hann áttaði sig á því að með sitt platform myndi hann eflaust geta hjálpað mörgum.

6 milljón manns eru með Alzheimer í Bandaríkjunum og segir hann að það sé mikilvægt fyrir hann að ræða þessi mál og upplýsa aðra betur. Einnig segir hann að hann hefði eflaust getað áttað sig á þessu fyrr með móður sína, en hann hafi einfaldlega verið í afneitun, og að hann hefði sagt við sjálfan sig að mamma væri bara að verða gömul.

,,I´m thinking about how much she´s accomplished in her life and what a pleasure it was having her as my mom. I´m able to do what I do because of her”- Dr.Oz