Miss Gaga er trúlofuð!!

0
2246

Lady Gaga, sem er 32 ára, hefur staðfest að hún hefur trúlofast unnusta sínum, Christian Carino, 49 ára.

Leik og söngkonan hefur verið í sambandi við Christian í meira en ár, en hefur sést með stóran demantshring á fingri í nokkra mánuði.

Hún var stödd í gærkvöldi á verðlaunhátíðinni Women in Hollywood á vegum Elle Magazine, þar sem hún var heiðruð fyrir starf sitt í showbizzz.

Þakkarræða Gaga var tilfinningaþrungin og átti hún erfitt með að koma frá sér orðum. Hún sagði að eftir að hún hefði verið kynferðislega áreitt 19 ára gömul, hafi partur af henni dáið. Hún geti ekki enn í dag sagt nafn gerandans upphátt, og enn í dag skammist hún sín fyrir að hafa ,,leyft þessu að gerast”. Hún sagði að þrátt fyrir að hafa sagt valdamiklum mönnum í bransanum frá því sem gerðist, hafi enginn boðist til að koma henni til hjálpar. Þunglyndi, átraskanir og líkamlegur verkur hafi heltekið hana, eða allt þangað til hún hafi loksins náð tökum á sjálfri sér.

Gaga brast í grát í ræðu sinni, en sagði að hún myndi nota sitt platform og sína rödd til að koma sínum boðskap áfram.

Ohh Gaga, geggjuð týpa. Í lokin þakkaði hún svo unnusta sínum Christian fyrir að vera alltaf til staðar fyrir sig. ….og staðfesti þar með vangaveltur pressunnar. Að hún væri trúlofuð.

Ég held svo mikið með henni. Eins og ég sagði í þessari færslu hér að þá var ég aldrei dedicated Gaga fan, en ég held svei mér þá að ég sé orðin það núna!!  Hef alltaf fílað hana en er núna farin að ELSKA HANA!!!

Christian og Gaga hafa verið crazy in love síðasta árð og hefur meira að segja sést á handlegg Christians tattú af andliti Gaga. How cute!!

Christian er einn stærsti umboðsmaður stjarnanna í Holly og á meðal umbjóðenda hans eru t.d. Justin Bieber, Simon Cowell og Harry Styles. Hann hefur ekki verið þekktur fyrir að deita margar stjörnurnar, sem ég er að fíla í botn. Hann á að baki 18 ára langt hjónaband, og á með fyrrum konu sinni eina dóttur, hana Bellu. Ég vona að hann sé stabíll gæji sem muni tríta nýja uppáhaldið mitt vel. He sure sounds like the good guy!!

*Þessi síða varð til í höndunum á Gulla og co. hjá Veföld! Ef ykkur vantar einhvern til að sjóða saman síðu fyrir ykkur, að þá mæli ég 1000% með þeim! *samstarf